fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Yfirlæknir mælir með gosdrykkju þegar heitt er í veðri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. júní 2018 03:48

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mjög heitt hefur verið í Danmörku, Svíþjóð og Noregi undanfarnar vikur. Sólin hefur skinið glatt og hitinn verið mikill, að minnsta kosti víðast hvar. Í þeim miklu hitum sem eru þessa dagana er að sjálfsögðu mikilvægt að drekka nóg en þvert á það sem margir telja þá ráðleggur danskur yfirlæknir fólki að drekka ekki bara kranavatn.

Í gær fjölluðu danskir fjölmiðlar um fjölda innlagna á dönsk sjúkrahús undanfarið þar sem eldra fólk hefur verið lagt inn vegna ofþornunar. TV2 ræddi við Michael Hansen-Nord, yfirlækni bráðamóttöku háskólasjúkrahússins í Óðinsvéum, vegna þessa.

„Það á ekki að vera kranavatn, frekar safi, djús, gosdrykkir eða kolsýrt vatn. Kranavatn er ekki svo gott því það er ekkert salt í venjulegu kranavatni og því minnkar saltmagnið í líkamanum og maður getur dáið af þeim völdum.“

Hann sagði að fólk eigi að drekka tvo til tvo og hálfan lítra á dag þegar hitinn er eins og hann hefur verið undanfarið. Hann sagði að einnig eigi að hafa í huga að ekki eigi að drekka áfengi til að fylla upp í þessa vökvaþörf en kaffi og te er hinsvegar ekki galið að drekka sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt