fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Samkynhneigður maður dæmdur til dauða því kviðdómendur töldu að hann myndi njóta þess svo vel að vera í fangelsi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 24. júní 2018 17:00

Chrles Rhines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charles Rhines var dæmdur til dauða 1993 fyrir að hafa stungið starfsmann kleinuhringjaverslunar í Suður-Dakóta til bana árið 1992. Í réttarhöldunum kom fram að hann væri samkynhneigður og kviðdómurinn var meðvitaður um það. Hæstiréttur hafnaði nýlega að ógilda dauðadóminn og því stefnir í að Rhines verði tekinn af lífi. Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks er slegið yfir niðurstöðu hæstaréttar en við málflutninginn kom fram að kviðdómendur hefðu dæmt Rhines til dauða frekar en í ævilangt fangelsi vegna samkynhneigðar hans.

Þrír kviðdómendur hafa skýrt frá því að í umræðum kviðdómsins um refsingu Rhines hafi mikilla fordóma gætt í hans garð og einn kviðdómendanna hafi til dæmis sagt: „Ef hann er samkynhneigður, sendum við hann þangað sem hann vill fara.“

Ria Tobacco, lögmaður, sagði í kjölfar niðurstöðu hæstaréttar að verið væri að senda skelfileg skilaboð um virði lífa þeirra sem eru hinsegin.

Í málsskjölum hæstaréttar kemur fram að kviðdómurinn hafi sent frá sér ýmsar spurningar meðan hann ræddi refsinguna. Þar á meðal hafi verið spurt hvort Rhines myndi fá að umgangast aðra fanga, eignast aðdáendur, stæra sig af glæpum sínum við aðra fanga og þá sérstaklega nýja fanga og/eða unga menn, hvort hann mætti giftast eða fá heimsóknir frá maka og hvort hann yrði með öðrum í klefa.

„Einn kviðdómenda sagðist hafa vitað að Rhines væri samkynhneigður og taldi að hann ætti ekki að fá að eyða lífinu í fangelsi með karlmönnum. Annar kviðdómandi sagði að miklar umræður hefðu orðið um samkynhneigð. Fólki hafi fyllst viðbjóði. „Þetta er bændasamfélag“.“

Segir í málsskjölunum að sögn Metro.

Í áfrýjun sinni til hæstaréttar benti Rhines á dómsniðurstöðu á síðasta ári þar sem segir að sönnun um kynþáttafordóma hjá kviðdómendum heimili dómara að virða úrskurð kviðdóms að engu. En hæstiréttur úrskurðaði að hann muni ekki koma í veg fyrir aftöku Rhines en gaf engar skýringar á af hverju rétturinn hafnar því.

Í grein sem Ria Tobacco skrifaði í the New York Times sagði hún meðal annars:

„Sumir kviðdómendur töldu að lífstíðarfangelsi án möguleika á náðun yrði skemmtun fyrir Rhines. Svo þeir dæmdu hann til dauða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu