fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Svona var atburðarásin við björgun strákanna úr hellinum – Ótrúlegt björgunarafrek – Tímalína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 10:00

Wild Boars og þjálfari þeirra lengst til vinstri. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að æfingu lokinni þann 23. júní ákváðu 12 ungir strákar í fótboltaliðinu Wild Boars og þjálfari þeirra að fara í Tham Luang hellakerfið í Chiang Rail héraðinu í Taílandi. Þetta reyndist örlagarík ákvörðun því mikil flóð gerði í hellinum og þeir festust djúpt inni í honum. Þegar þeir skiluðu sér ekki heim hófst mikil leit að þeim. Strax var talið að þeir væru í hellinum enda fundust reiðhjól þeirra við hellismunanna. Þeir fundust þó ekki fyrr en eftir 10 daga veru í hellinum og þá tók flókin og umfangsmikil björgun þeirra við.

En svona er tímalína málsins:

Þann 25. júní hófst formleg leit að strákunum. Lögreglan sagðist vinna með staðaryfirvöldum og köfurum að leit að strákunum 12, sem eru 11 til 16 ára, og þjálfara þeirra sem er rúmlega tvítugur. Talið var að þeir hafi farið inn í Tham Luang hellinn. Leit hófs eftir að móðir eins stráksins tilkynnti að hann hefði ekki komið heim eftir æfingu.

Þann 26. júní var vatni dælt úr hellinum til að kafarar gætu athafnað sig í honum, unnið var allan sólarhringinn. Kafarar frá úrvalssveitum taílenska hersins sáu um köfun og leit.

Þann 27. júní gerði mikla rigningu og ekki var hægt að leita að strákunum. Vonir minnkuðu um að hópurinn myndi finnast en leitarmenn gáfu ekki upp alla von.

Þann 28. júní komu þrír breskir köfunarsérfræðingar á vettvang til að aðstoða við leitina. Þeir héldu strax til leitar sem var mjög erfið þar sem úrhellisrigning var og því jókst vatnsmagnið í hellinum stanslaust.

Þann 30. júní matarpökkum er kastað niður um göng í fjallinu í þeirri von að þeir enduðu hjá strákunum.

Þann 1. júlí héldu kafarar áfram leit í skítugu vatninu og enn rigndi mikið. Þeir komust því ekki djúpt inn í hellinn. Síðan dró úr rigningunni og kafarar komust lengra inn en áður. Ríkisstjóri Chiang Rai sagði að ástandið væri betra en undanfarna tvo daga. Björgunarmenn sögðust telja að strákarnir gætu verið á lífi, sérstaklega ef þeir hefðu aðgang að hreinu vatni í hellinum.

Þann 2. júlí brutust mikil fagnaðarlæti út eftir að breskir kafarar tilkynntu að þeir hefðu fundið strákana og þjálfara þeirra á lífi en „mjög veikburða“. Ríkisstjórinn sagði að björgunaraðgerðum væri ekki lokið því nú þyrfti að ná þeim út út þessu flókna hellakerfi sem væri á floti eftir mikla monsúnrigningar.

Þann 3. júlí sögðu talsmenn taílenska hersins að strákarnir yrðu að læra að synda og kafa til að komast út. Einnig kom fram að hægt væri að færa þeim nægan mat og drykk á meðan þeir væru að læra að synda og kafa. Talað var um allt að fjóra mánuði sem þeir þyrftu að dúsa í hellinum. Sérfræðingar sögðu að það gæti verið mjög hættulegt að láta strákana kafa sjálfa út.

Þann 4. júlí fór björgunaráætlun að taka á sig mynd. Læknar fylgdust grannt með heilsufari strákanna og þjálfara þeirra. Embættismenn sögðu að þeim yrði bjargað út í áföngum eftir því sem heilsa þeirra leyfði.

Þann 5. júlí var byrjað að dæla vatni út úr hellakerfinu. Björgunarmenn unnu í kappi við tímann til að geta sigrast á monsúnrigningunum. Vatnsmagnið minnkaði um allt að 40 prósent en sumir hlutar hellarkerfisins voru enn algjörlega á kafi. Það þýddi að köfun var eina leiðin út.

Þann 6. júlí lést taílenski kafarinn Saman Gunan við björgunarstörf. Hann var fyrrum liðsmaður úrvalssveita hersins. Hann var að flytja súrefniskúta inn í hellinn þegar hann varð súrefnislaus og örmagnaðist.

Þann 7. júlí skrifuðu strákarnir bréf til fjölskyldna sinna og sögðu þeim hvað væri að gerast og sögðust elska þær. Sumir báðust afsökunar en aðrir báðu fjölskyldur sína að hafa engar áhyggjur. Sumir horfðu til framtíðar því einn minnti á afmæli sitt og annar bað um að fá steiktan kjúkling þegar hann kæmi heim.

Þann 8. júlí hófst lokahnykkur björgunaráætlunarinnar. 18 kafarar héldu inn í hellinn og sóttu fjóra stráka og fluttu út. Þeim voru gefin róandi lyf áður en lagt var af stað. Þeir fengu síðan heilgrímu yfir andlitið og voru í nokkrum lögum af blautbúningum. Tveir kafarar fylgdu hverjum og einum í gegnum hellakerfið. Þetta gekk betur en vonast hafði verið til og miðjan dag kom fyrsti strákurinn út. 13 læknateymi biðu við hellismunann en hver og einn úr hópnum fékk sitt eigið teymi. Við hellinn var gerð frumskoðun á þeim. Síðan voru þeir fluttir í sjúkrabíl að þyrlusvæði skammt frá þaðan sem flogið var með þá á sjúkrahús.

Þann 9. júlí hélt sami hópur kafara aftur inn í hellinn eftir nauðsynlega hvíld. Aðgerðin gekk vel og fjórum strákum var bjargað út með sömu aðferð og daginn áður.

Þann 10. júlí lauk aðgerðunum þegar kafarar komu út með fjóra stráka og þjálfara þeirra. Skömmu eftir að þeir síðustu komu út bilaði aðalvatnsdælan í hellinum og fór vatnsmagnið þá strax að aukast og fundu síðustu kafararnir vel fyrir því.

Strákarnir eru við góða heilsu að sögn embættismanna en munu dvelja á sjúkrahúsi næstu daga til eftirlits. Alþjóðaknattspyrnusambandið hafði boðið þeim á úrslitaleik HM í Moskvu á sunnudaginn en læknar leyfa þeim ekki að fara í þá ferð þar sem þeir vilja gæta fyllsta öryggis hvað varðar heilsu þeirra. Það er strákunum þó kannski nokkur huggun að Manchester United hefur boðið þeim og björgunarmönnum þeirra á Old Trafford á næsta keppnistímabili.

Það er óhætt að segja að björgunaraðgerðin hafi heppnast fullkomlega og að um ótrúlegt afrek sé að ræða, sannkallað þrekvirki kafaranna sem komu að málinu og auðvitað hetjuleg frammistaða Wild Boars fótboltaliðsins og þjálfara þeirra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu