fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Finnskur raðmorðingi dæmdur í lífstíðarfangelsi – Myrti að minnsta kosti fjórar konur – Fyrsta fórnarlambið var móðir hans – Kyrkti öll fórnarlömbin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 05:54

Michael Maria Penttilä

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnski raðmorðinginn Michael Penttilä var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir enn eitt morðið. Hann er 53 ára og er samkvæmt mati bandarísku alríkislögreglunnar FBI eini þekkti finnski raðmorðinginn. Nú var hann dæmdur fyrir að hafa myrt 52 ára konu í apríl. Hann komst í samband við hana í gegnum stefnumótasíðu en konan starfaði sem vændiskona. Þegar hann kom heim til hennar þekkti hún hann og sagði hann vera „raðkyrkjara“ og „fyrirbæri“.

Fyrir dómi sagði Penttilä að morðið hafi verið mistök.

„Helvíti, hún er dáin.“

Sagðist hann hafa hugsað þegar saksóknari spurði hann hvað hefði farið í gegnum huga hans eftir morðið. Hann neitaði að hafa myrt konuna en játaði að hafa orðið henni að bana fyrir slysni.

Dómstóll í Helsinki sagði í dómsorði að morðið hefði verið framið af kynferðislegum hvötum og verið skipulagt því Penttilä hafi haft belti og sokkabuxur með heim til konunnar. DNA úr henni fannst á beltinu og sokkabuxunum.

Penttilä faldi lík hennar undir rúminu hennar og dvaldi í íbúð hennar í tvo sólarhringa áður en hann hélt loks sína leið. Lík konunnar fannst nokkrum vikum síðar þegar nágrannar kvörtuðu undan slæmri lykt frá íbúðinni. Lögreglan komst á slóð Penttilä út frá símagögnum.

Penttilä er þekktur sem „raðkyrkjarinn“ og fyrir áhuga sinn á þjáningarfullu kynlífi þar sem kyrkingar koma við sögu. Fyrir rétti sagði saksóknari að Penttilä væri heltekin af klámi sem sýndi slíkt kynlíf. Sérfræðingar segja að hann hafi enga stjórn á hvötum sínum.

Penttilä hefur áður hlotið dóma fyrir tvö morð og að hafa valdið dauða af gáleysi. Hann kyrkti móður sína 1985. Hin fórnarlömbin voru 12 ára stúlka og kona um fertugt.

Penttilä hefur eytt stórum hluta lífsins bak við lás og slá. Þegar honum hefur verið sleppt úr fangelsi hefur hann ekki getað haldið sig á beinu brautinni og alltaf gerst sekur um afbrot fljótlega. Hann hefur verið kallaður hættulegasti maður Finnlands en hann hefur einnig hlotið dóma fyrir grófar nauðganir, frelsissviptingar og fyrir að skipuleggja afbrot sem ógna lífi annarra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu