fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Þjálfuðu börn til skotárása í skólum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 04:16

Úr þjálfunarbúðunum. Mynd:Taos County Sheriff

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni handtók lögreglan tvo karlmenn og þrjár konur á landareign í Nýju-Mexíkó. Þar voru 11 börn á aldrinum 1 til 15 ára og voru þau illa á sig kominn af næringarskorti. Einnig voru þau illa til fara. Barnslík fannst á landareigninni. Karlmennirnir eru grunaðir um að hafa þjálfað börnin til að gera skotárásir í skólum.

Samkvæmt dómsskjölum, sem hafa verið lögð fram, þá þjálfaði annar mannanna, Siraj Ibn Wahhaj, börnin til að gera skotárásir í skólum. Hann og hinir fullorðnu eiga yfir höfði sér ákæru fyrir illa meðferð á börnum en ekki er útilokað að ákært verði fyrir fleiri atriði en þessi.

Lögreglan fann fjölda árásarriffla á landareigninni og þar er skotæfingasvæði. Börnin, sem voru klædd tötrum, höfðu ekkert annað til matar en nokkra kassa af hrísgrjónum og kartöflum.

Konurnar þrjár eru taldar vera mæður barnanna.

Ekki hafa verið borin kennsl á líkið sem fannst en talið er hugsanlegt að það sé af Abdul-Ghani Wahhaj, fjögurra ára, sem hvarf í Jonesboro í Georgíu í desember á síðasta ári. Móðir hans tilkynnti hvarf hans eftir að Ibn Wahhaj hafði sagt henni að hann ætlaði að fremja særingar á drengnum og fór í framhaldi með hann í almenningsgarð. Eftir það spurðist ekkert til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?