fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Hún vissi ekki að henni hafði verið nauðgað fyrr en lögreglan hafði samband við hana

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 06:19

Mynd úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. júní síðastliðinn handtók lögreglan í Osló 37 ára karlmann. Hann er grunaður um nauðgun og líkamsárás. Rannsókn málsins hafði þá staðið yfir í fimm mánuði og var mjög leynileg. Fórnarlamb mannsins vissi ekki að henni hafði verið nauðgað fyrr en lögreglan hafði samband við hana.

Maður er einnig grunaður um að hafa ráðist á fjórar aðrar konur og tekið þær hálstaki þannig að það leið yfir þær. Það var við rannsóknir þeirra mála sem lögreglan komst á snoðir um nauðgunina. Tölva mannsins var haldlögð og við rannsókn á innihaldi hennar fann lögreglan myndband sem sýndi hann nauðga konunni sem var þá sofandi eða meðvitundarlítil eða meðvitundarlaus.

VG segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi maðurinn viðurkennt að hafa nauðgað konunni en nauðgunin átti sér stað 2013 eða 2014. Lögmaður konunnar segir að hún telji að gróflega hafi verið brotið á sér og að maðurinn hafi misnotað traust hennar. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið.

Maðurinn situr nú í einangrun í gæsluvarðhaldi en rannsókn málsins stendur enn yfir enda er málið umfangsmikið og maðurinn grunaður um mörg alvarleg brot.

Maðurinn hefur hlotið marga refsidóma. 2013 var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga sofandi konu. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir ofbeldi gegn konum og einnig eftir að dómurinn var kveðinn upp 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“