fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Tölvan segir að þetta eigi að vera svona – Hundur þurfti að kvitta fyrir móttöku pakka hjá póstinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. ágúst 2018 08:07

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundar eru bestu vinir mannsins, eða svo telja margir. En enn sem komið er hefur engum tekist að þjálfa hund svo vel að hann geti notað loppurnar eins og við mannfólkið notum hendurnar. En það er eitthvað sem póstþjónustan tekur ekkert mark á.

Þessu fékk hin sænska Marie Palmgren að kenna á á föstudag í síðustu viku þegar hún fór á pósthúsið sitt í Stokkhólmi til að sækja pakka. Vinur hennar ætlaði að koma henni á óvart eða öllu heldur hundinum hennar, Chaya, og sendi hundinum pakka frá Englandi. Pakkinn var merktur Chaya Palmgren en það reyndist vera slæm hugmynd að merkja hundinum pakkann.

Aftonbladet hefur eftir Chay að þegar hún kom á pósthúsið hafi henni verið sagt að Chaya yrði að kvitta fyrir móttöku pakkans og sýna skilríki.

„Ég sagði þeim að það gæti hún ekki því hún væri hundur en þau svöruðu að „svona á að gera þetta“.

Eins og gefur að skilja á Chaya ekki skilríki og því þurfti að Marie að hugsa út fyrir kassann. Henni datt þá í hug að hún ætti skráningarskírteini frá þeim tíma er hún skráði Chaya hjá yfirvöldum eins og þarf að gera í Svíþjóð.

Hún fór því aftur á pósthúsið með skráningarskírteinið í annarri höndinn og Chaya í taumi í hinni. En það dugði nú ekki eitt og sér. Eftir korters bið kom starfsmaður póstsins út með stimpilpúða þannig að Chaya gæti sett loppuför sín á kvittun fyrir að hún hefði móttekið pakkann.

„Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég missti málið og byrjaði að hlæja. Þetta er mikið skriffinnsku samfélag sem við búum í hugsaði ég með mér. Ég verð að hrósa ungu stúlkunni sem var að vinna. Hún vildi bara hjálpa mér en hjá PostNord eru reglur sem verður að fara eftir. Hún hringdi í yfirmenn sína.“

Talsmaður PostNord í Svíþjóð sagði í samtali við Aftonbladet að mistök hefðu átt sér stað og að málið verði skoðað nánar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur