fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Donald Trump vill hringja í þjóðarleiðtoga á undarlegustu tímum – Áttar sig ekki á hvað tímabelti eru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 21:30

Hefur hann stundað kerfisbundin skattsvik?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump telur sjálfan sig vera snilling hvað varðar utanríkismál en eitt á þessi mikli snillingur (að eigin mati) erfitt með að skilja og það eru tímabelti heimsins. Trump er mjög hvatvís og ef honum dettur í hug síðdegis eða seint að kvöldi að bandarískum tíma að hringja í erlenda þjóðarleiðtoga vill hann gera það strax. Aðstoðarmenn hans hafa margoft þurft að grípa inn í og benda honum á að tímasetningin sé ekki viðeigandi því viðmælandinn sé væntanlega steinsofandi enda hánótt hjá honum.

Politico skýrir frá þessu. Fram kemur að Trump hafi eitt sinn ætlað að hringja í Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, um miðjan dag að bandarískum tíma en þá var hánótt í Japan.

„Hann var ekki góður í að skilja að þjóðarleiðtogi gæti verið 80 eða 85 ára og ekki vakandi eða á rétta staðnum klukkan 10.30 eða 11 að kvöldi.“

Hefur miðillinn eftir einum starfsmanni Hvíta hússins.

„Þegar hann vill hringja í einhvern þá vill hann hringja í hann. Hann er mjög hvatvís á þennan hátt. Hann hugsar ekki um hvað klukkan er eða hver á í hlut.“

Sagði annar starfsmaður.

Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í samtali við Politico að „erlendir þjóðarleiðtogar kunni vel að meta að forsetinn sé reiðubúinn til að svara hringingum þeirra að degi sem nóttu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Í gær

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Í gær

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás