fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Svíar urðu að fá erlenda aðstoð í baráttunni við skógareldana því þeir höfðu eytt öllu fé ríkisins í innflytjendur og kynjafræði – Eða hvað?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 19:00

Skjáskot af umfjöllun Poland Daily.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinir miklu skógareldar í Svíþjóð í sumar hafa getið af sér margar sögur sem hafa reynst vera uppspuni frá rótum. Sumar þeirra hafa ratað í fjölmiðla og hafa jafnvel verið búnar til af fjölmiðlum til að ýta undir ákveðnar hugmyndir og styrkja ákveðna málstaði. Samfélagsmiðlar hafa einnig verið gróðrarstía falsfrétta í tengslum við eldana.

Ein færsla sem fór eins og eldur í sinu um Facebook var að Svíar hefðu hafnað aðstoð frá Rússum í baráttunni við eldana og að ástæðan væri eingöngu að þeim væri í nöp við Rússa, haldnir Rússafóbíu. Þetta er rangt en rétt er að Svíar höfnuðu tilboði Rússa um aðstoð í baráttu við skógarelda 2014 þar sem loftrýmið yfir eldunum gat ekki tekið við fleiri flugförum en þá þegar voru við slökkvistörf.

Pólskir slökkviliðsmenn lögðu Svíum lið í baráttunni í sumar. Þegar þeir sneru aftur heim nýtti pólsk sjónvarpsstöð tækifærið til að búa til tengingu á milli frjálslynds sænsks gildismats og þarfarinnar fyrir erlenda aðstoð. Pólska sjónvarpsstöðin Republika sagði að Svíar hefðu orðið að fá aðstoð erlendis frá því þeir hefðu eytt öllum fjármunum ríkisins í innflytjendur og kennslu kynjafræði í stað þess að styrkja almannavarnir og viðbragðsaðila.

Á þessum tveimur fréttum er sá munur að það var einstaklingur sem kom sögunni á kreik á Facebook en í hinu var það sjónvarpsstöð sem bjó einfaldlega til ranga frétt. Það er engin tilviljun að Republika réðst á Svíþjóð með þessum hætti en stöðin er þjóðernissinnuð, íhaldssöm og kaþólsk og tengd ríkisstjórn landsins traustum böndum. Stöðin fjallar oft um málefni innflytjenda og kynjahlutverk og því virðist hafa legið beint við hjá henni að ráðast á Svíþjóð með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug