fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

10 milljónir Bandaríkjamanna geta orðið fyrir áhrifum af Florence

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 05:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10 milljónir Bandaríkjamanna geta orðið fyrir áhrifum af fellibylnum Florence sem stefnir nú á austurströnd landsins. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Virginíu, Norður- og Suður-Karólínu og í gærkvöldi bættist Georgía í hópinn. Góðu tíðindin eru þó að aðeins hefur dregið úr styrk Florence og er hún nú annars stigs fellibylur en ekki fjórða stigs eins og undanfarna daga. Vindstyrkurinn hefur farið úr 225 km/klst í 175 km/klst. Þó er reiknað með að vindstyrkurinn og afl Florence verði lífshættulegt.

Búist er við að Florence taki land mun sunnar en áður var talið og af þeim sökum bættist Georgía í gær í hóp þeirra ríkja sem hafa lýst yfir neyðarástandi. Rúmlega einni milljóna íbúa á hættusvæðum hefur verið skipað og/eða ráðlagt að flýja heimili sín.

Reiknað er með að Florence taki land við suðurströnd Norður-Karólínu og austurhluta Suður-Karólínu aðfaranótt föstudags. Því næst mun Florence líklegast fara í vestur og varar bandaríska fellibyljamiðstöðin við hættu á miklum flóðum samfara því en mikil úrkoma fylgir Florence.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur