fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Pressan

Eru þetta óheppnustu ferðamenn í heimi? Eða kaldrifjarðir leigumorðingjar á vegum Pútíns?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 19:00

Ruslan Bosjirov og Alexander Petrov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir ætluðu bara að skoða sig um í Salisbury og njóta þess að vera í smá fríi. En nú eru þeir orðnir að blórabögglum í vestrænu samsæri og eru sakaðir um að hafa reynt að myrða Sergej Skripal, fyrrum liðsmann rússnesku leyniþjónustunnar, með því að eitra fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Þeir eru sagðir vera útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU. Getur verið að Ruslan Bosjirov og Alexander Petrov séu hafðir fyrir rangri sök á Vesturlöndum?

Rétt er að tvímenningarnir fóru frá Moskvu til Lundúna og heimsóttu Salisbury tvisvar helgina sem Skripal og dóttir hans, Yulia, urðu fyrir alvarlegri eitrun af völdum rússneska taugaeitursins Novichok. En þeir voru ekki í Salisbury til að myrða einn né neinn.

„Það er fræg dómkirkja þarna, Salisbury Cathedral. Hún er fræg um alla Evrópu og raunur um allan heim held ég. Hún er þekkt fyrir 123 metra háan turninn og klukkuna. Þetta er ein af elstu nothæfu klukkum í heiminum.“

Sagði Bosjirov, annar mannanna, í viðtali sem rússneska sjónvarpsstöðin RT birti í gær. RT er fjármögnuð af rússneskum stjórnvöldum og er ætlað að koma rússneskum sjónarmiðum á framfæri við heimsbyggðina.

Það er erfitt að finna einhvern í Bretlandi, annarsstaðar en í rússneska sendiráðinu, sem trúir því sem Rússar halda fram í málinu. Mikið grín var gert að viðtalinu við Bosjirov og Petrov í Bretlandi í gær og það harðlega gagnrýnt. Talsmaður Theresa May, forsætisráðherra, sagði að um „augljósan spuna“ og „móðgun við gáfur almennings“ væri að ræða.

Viðtalið var birt í gær í kjölfar þess að breska lögreglan birti í síðustu viku myndir af Bosjirov og Petrov og lýsti eftir þeim í tengslum við morðtilraunina. Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, vísaði því á bug fyrr í vikunni að tvímenningarnir væru leyniþjónustumenn og hvatti þá til að gefa sig fram. Þeir hringdu síðan í ritstjóra RT, Margarita Simonyan, að hennar sögn og buðust til að koma í viðtal.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá viðtalið.

Eftir því sem breska lögreglan segir þá flugu tvímenningarnir til Lundúna með Aeroflot föstudaginn 2. mars og heim aftur sunnudaginn 4. mars. Á laugardeginum og sunnudeginum fóru þeir með lest til Salisbury. Þeir segjast hafa ætlað að skoða dómkirkjuna og Stonehenge auk Old Sarum, sem eru gamlar bæjarrústir, nærri Salisbury.

Lögreglan telur að fyrri heimsóknin hafi verið könnunarferð til að skoða vettvanginn en tvímenningarnir segjast hafa hrökklast aftur til Lundúna vegna vatns og slyddu og hafi því ekki gengið til dómkirkunnar, það er 10-15 mínútna gangur frá lestarstöðinni, heldur farið aftur til Lundúna með lest og síðan á hótelið sem þeir gistu á í austurhluta borgarinnar. Það þykir heldur ósennilegt að mati Breta að Rússar hafi ekki þolað smá bleytu og slyddu, þeir séu nú vanir ýmsu þegar kemur að veðri.

Á leið að húsi Skripal

Á sunnudeginum var veðrið betra að þeirra sögn og þá fóru þeir aftur til Salisbury.Upptökur eftirlitsmyndavéla sýna tvímenningana á leið að húsi Sergej Skripal en það er í öfuga átt miðað við dómkirkjuna. Tvímenningarnir segja að það hafi verið algjör tilviljun, þeir hafi aldrei áður heyrt um Skripal og hafi ekki vitað hvar hann bjó.

Í viðtalinu við RT sögðust þeir hafa skoðað dómkirkjuna á sunnudeginum en hafi orðið að sleppa Stonehenge og Old Sarum. Margir Bretar hafa bent á að það sem tvímenningarnir sögðu um dómkirkjuna í viðtalinu við RT séu einfaldlega grunnupplýsingar sem er hægt að finna í flýti á netinu.

Hér sjást tvímenningarnir í Salisbury.

Það dregur ekki úr grunsemdum Breta að leifar af Novichok fundust í hótelherberginu sem tvímenningarnir dvöldu í. Í viðtalinu við RT sögðust þeir hafa dvalið í öðru herbergi en lögreglan heldur fram en gáfu engar skýringar á af hverju leifar af Novichok fundust á hótelinu sem þeir bjuggu á. Ótrúleg tilviljun að sumra mati!

Þegar horft er á viðtalið er sem tvímenningarnir séu báðir spenntir og taugaóstyrkir. Þetta skýrðu þeir með að ásakanir Breta hafi haft mikil áhrif á líf þeirra og þeir séu hræddir við að fara út og óttist um öryggi sitt og fjölskyldna sinna.

„Eruð þið gagnkynhneigðir?“

Skripal-feðginin lifðu tilræðið af sem og lögreglumaður sem komst í snertingu við eitrið. Dawn Sturgess, íbúi í Salisbury, lést hins vegar í júlí af völdum Novichok. Unnusti hennar taldi sig vera að gefa henni Nina Ricci ilmvatn sem hann hafði fundið. Eitrið var í flöskunni. Þegar tvímenningarnir voru spurðir út í ilmvatnsglasið sagði Bosjirov að það hefði verið „galið hjá tveimur gagnkynhneigðum mönnum að vera með kvenmannsilmvatn“ af því að tollverðir rannsaki allt og þeir hefðu spurt af hverju karlmenn væru með kvenmannsilmvatn.

Þá kom að ansi sérstöku atriði í viðtalinu þegar Margarita Simonyan spurði þá beint hvort þeir væru gagnkynhneigðir. Þeir sögðust ekki vilja ræða einkalíf sitt. Samkynhneigð er litin hornauga í Rússlandi og því undarlegt að þeir hafi ekki einfaldlega vísað því á bug að þeir væru samkynhneigðir. Margir rússneskir fjölmiðlar hafa einmitt velt því upp í umfjöllun um málið hvort tvímenningarnir séu samkynhneigðir. Gagnrýnendur hafa á móti bent á að það henti vel að velta þessu upp og ýja að samkynhneigð mannanna til að reyna að snúa almenningsálitinu á Vesturlöndum því þar sé vitað hversu illa samkynhneigð er séð í Rússlandi.

Tvímenningarnir segjast vera kaupsýslumenn og selji meðal annars prótínduft til líkamsræktarstöðva. Þeir líkjast mönnunum á myndunum úr bresku eftirlitsmyndavélunum en hvort þeir heita í raun og veru Ruslan Bosjirov og Alexander Petrov er allt annað mál. Rússneski miðillinn The Bell segir að upplýsingar í rússneskum gagnagrunnum bendi til að mennirnir hafi notað eigin nöfn eða nöfn fólks sem er látið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi

Viðvörun frá Ban Ki-moon: Hættan á kjarnorkustríði er meiri nú en hún hefur verið í áratugi
Fyrir 3 dögum

Flott veiði á Pollinum á Akureyri

Flott veiði á Pollinum á Akureyri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúlkan í vatninu líklega sjöunda fórnarlamb raðmorðingjans

Stúlkan í vatninu líklega sjöunda fórnarlamb raðmorðingjans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Brutust inn og stálu 50 kílóum af konfekti

Brutust inn og stálu 50 kílóum af konfekti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Peningarnir streyma inn til Trump

Peningarnir streyma inn til Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mögnuð uppgötvun – Fundu höfuð af risaúlfi

Mögnuð uppgötvun – Fundu höfuð af risaúlfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnar að taka fyrir mál er varðar hljóðdeyfa á byssur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnar að taka fyrir mál er varðar hljóðdeyfa á byssur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir að streyma beint frá því þegar hann misnotaði dóttur sína kynferðislega

Dæmdur í 120 ára fangelsi fyrir að streyma beint frá því þegar hann misnotaði dóttur sína kynferðislega