fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Gríðarlegt eldhaf í úthverfum í Boston – 1 látinn og eldur í 40 húsum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. september 2018 04:11

Skjáskot af Twitter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar gassprengingar urðu í nótt, að íslenskum tíma, í þremur úthverfum Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum. Sprengingarnar urðu í Lawrence, North Andover og Andover. Miklir eldar gusu upp í húsum og eru mörg ónýt en önnur sluppu betur. Talið er að gas hafi lekið úr leiðslum og valdið sprengingunum.

50 slökkviliðsbílar og mörg hundruð slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang. Lögreglan bað fólk, sem er með gasleiðslur tengdar við hús sín, að yfirgefa svæðið. Tilkynnt hefur verið um eld, sprengingar eða gaslyk í 70 skipti á skömmum tíma.

10 hafa verið fluttir á sjúkrahús vegna áverka sem þeir hlutu í eldi og sprengingum, einn slökkviliðsmaður er þar á meðal. Einn er í lífshættu. 18 ára piltur lést þegar rör lenti á bíl, sem hann var í, þegar hús sprakk í Lawrence.

Twitterfærsla frá ríkislögreglunni í Massachusetts.

Eldur kom upp í að minnsta kosti 40 húsum. Um 146.000 manns búa í Andover, North Andover og Lawrence.

„Það er svo mikill eldur og reykur að við sjáum ekki til himins.“

Sagði Joseph Solomon, lögreglustjóri, í nótt.

Ríkislögreglan í Massachusetts bað íbúa á svæðinu að hafa sig á brott. Lokað var fyrir rafmagn og gas á svæðinu.

Yfirvöld telja að of mikill þrýstingur hafi verið á gasi í leiðslum á svæðinu og því hafi leiðslur sprungið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu