fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Miklum menningarverðmætum stolið í innbroti í heimahús – 50 milljónum heitið fyrir upplýsingar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. september 2018 10:00

Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi var brotist inn í einbýlishús í Gentofte í Kaupmannahöfn og þaðan stolið miklum menningarverðmætum í formi glæsilegra silfurmuna. Munirnir eru metnir á allt að 10 milljónir danskra króna eða sem svarar til rúmlega 170 milljóna íslenskra króna. Eigandi þeirra hefur heitið 3 milljónum danskra króna, sem svarar til um 50 milljóna íslenskra króna, í verðlaun fyrir upplýsingar sem verða til þess að munirnir finnast.

Þjófunum tókst að komast framhjá þjófavarnarkerfi í húsinu með því að fara inn á aðra hæð þess með því að klifra upp stiga. Stiginn var skilinn eftir á vettvangi og hefur lögreglan birt myndir af honum og vonast til að eigandi hans gefi sig fram svo hægt sé að kortleggja hvar hann var tekinn. Eins og sjá má á myndinni fyrir neðan er stiginn „merktur“ með þremur svörtum blettum og vonast lögreglan að það verði til að eigandi hans átti sig á hvar stiginn er núna.

Blettirnir þrír á stiganum. Mynd:Danska lögreglan.

Silfurmunirnir eru taldir vera mikil menningarverðmæti en þeir eru frá sautjándu og átjándu öld. Um er að ræða kertastjaka, súpuskálar og fleira. Ekki verður auðvelt að koma hlutunum í verð því þeir falla undir lög um danskan menningararf og geta uppboðshús ekki selt þá.

Tveir hinna stolnu muna. Mynd:Danska lögreglan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar