fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Aukinn kraftur settur í rannsókn á morði á barnshafandi konu fyrir tveimur árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 21:00

Louise Borglit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 19 föstudagskvöldið 4. nóvember 2016 var Louise Borglit, 32 ára, á gangi með hund mágs síns í Elverparken í Herlev, sem er úthverfi Kaupmannahafnar. Á milli klukkan 19 og 19.14 heyrði vitni tvö kvenmannsöskur berast úr garðinum. Skömmu síðar kom maður út úr garðinum eftir stíg við Elverdamsvej en þetta er um 10 metrum sunnan við staðinn þar sem lík Louise fannst. Þegar maðurinn sá vitnið, konu með hund, lyfti hann handleggjunum eins og hann væri að gefast upp og sneri við og hljóp aftur inn í garðinn.

Maðurinn er sagður vera 28 til 30 ára og um 180 sm á hæð. Hann er grannur og  með lítið andlit. Hann var í dökkum skóm, dökkum buxum og dökkum jakka með hettu. Hann var einnig með dökka derhúfu sem var undir hettunni. Lögreglunni hefur ekki tekist að finna manninn. Hann er grunaður um að hafa myrt Louise sem barnshafandi og var komin sjö mánuði á leið.

Morðið var hrottalegt en Louise var stungin til bana. Lögreglan er engu nær í dag um ástæðu morðsins en fyrir tæpum tveimur árum. Af þessum sökum hefur sérstakur rannsóknarhópur verið settur á laggirnar og á hann að fara yfir málið og öll þau gögn sem lögreglan hefur undir höndum. Hópurinn hefur nú unnið að málinu í einn mánuð og hefur unnið að nákvæmri yfirferð allra málsgagna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar