fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Geir var heilbrigður unglingur: Síðan fékk hann mislinga – þetta er saga hans

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Evrópu hefur mislingatilfellum í Evrópu fjölgað mikið og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnunni eru yfir 41 þúsund manns smituð af mislingum og í júní höfðu 39 látist vegna sjúkdómsins, meirihluti börn sem höfðu ekki fengið réttar bólusetningar. Þá hefur það í tvígang gerst að einstaklingar smitaðir af mislingum hafi verið um borð í íslenskum flugvélum.

Hér á landi hefur verið hart tekist á um þessi mál. Í sumar var greint frá því að að árlega fái um 400 börn ekki ráðlagðar bólusetningar hér á landi, gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt

„Látum þennan faraldur, sem nú geisar í Evrópu, vera okkur þarfa áminningu og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að vernda börnin okkar – þau eru það dýrmætasta sem við eigum,“ sagði Ásgeir Haraldsson læknir í samtali við Eyjuna.

Umræður um þessi mál voru svo tekin upp í borginni en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vildi gera það að skilyrði um innritun barna á leikskólum Reykjavíkur að börn yrðu bólusett. Var sú tillaga felld af meirihlutanum með 13 atkvæðum gegn 10. Í tilefni umræðunnar rifjar Pressan upp þessa grein sem var skrifuð af Unni Eikeseth fréttamanni Norska ríkisútvarpsins.

Þetta er sagan um Geir

Í mars 1982 fékk ég mislinga. Ég var sjö og hálfs árs og hafði ekki verið bólusett sem ungabarn því óttast var að ég fengi hugsanlega ofnæmisviðbrögð við bólusetningunni. Í heilsufarsvottorð mitt skrifaði mamma að ég hafi legið í rúminu í nokkra daga með útbrot og hita en síðan hafi ég orðið hress. Eftir tvær vikur fór ég aftur í skólann. Þetta er reynsla mín af mislingum, saklausum barnasjúkdómi.

Þremur mánuðum síðar, á öðrum stað í Noregi fékk annað barn mislinga. Fyrir þetta barn voru mislingarnir allt annað en saklausir. Þetta er sagan um Geir.

Inflúensa?

Sumarið 1982 fór Geir, sem bjó í Osló, í sumarhús fjölskyldunnar í Harstad en foreldrarnir voru ættaðir þaðan. Geir var eins og alltaf í góðu skapi og hann var ánægður með að eiga frí. Það var rúmlega átta ára aldursmunur á honum og eldri bróður hans, Per, og því voru þeir yfirleitt ekki svo mikið saman nema þegar farið var í sumarhúsið.

Þetta sumar geisuðu mislingar í Osló.

Þrátt fyrir að Geir, sem var 15 ára, hefði fæðst eftir að bólusetningar hófust hafði hann ekki verið bólusettur. Foreldrar hans höfðu reynslu af mislingum eftir að eldri bróðirinn fékk þá fjögurra ára. Þrátt fyrir að hann hefði verið mjög veikur hafði allt gengið upp. Þau hugsuðu með sér að fyrst hann hefði komist í gegnum þetta þá myndi Geir einnig gera það. En hver sem ástæðan var, þá varð aldrei neitt úr að Geir væri bólusettur.

Þegar Geir veiktist hélt fjölskyldan í fyrstu að hann væri með inflúensu. Þau höfðu heyrt um mislingafaraldurinn í Osló en engan grunaði að Geir gæti verið með mislinga. Hann varð heldur ekki mjög veikur í fyrstu en síðan versnaði heilsa hans. Hann var sendur á sjúkrahúsið í Harstad. Þar komust læknar að því að hann væri með mislinga. Hann var sendur heim eftir einn dag á sjúkrahúsinu. Daginn eftir að hann kom heim fékk hann hita og útbrot á nýjan leik.

1 af hverjum 1.000

Geir fékk heilabólgu. Mislingaveiran hafði komist úr blóðrásinni yfir í heilann og sýkt heilafrumur hans. 1 af hverjum 1000 sem fær mislinga verður fyrir þessu. Heilinn er verndaður af varnarkerfi sem kallast blóð-heila-vörnin og getur mislingaveiran ekki komist í gegnum þetta varnarkerfi. En það eru til bakdyr því veiran getur komist inn í heilann í gegnum sýkta æð en þá getur hún dreift sér  í heilafrumurnar en veiran getur einnig borist inn í heilann með sýktum hvítum blóðfrumum.

Einnig hefur verið sýnt fram á að mislingaveira getur borist í gegnum slímhimnuna í nösunum og sýkt heilann í gegnum lyktartaugar. Þegar heilafrumurnar smitast af veirunni skiptir hún sér í þeim þannig að þær deyja. 10-15 prósent þeirra sem fá þessa tegund heilabólgu deyja og 25 prósent verða fyrir varanlegum skaða.

Sjúkrabíll

Grannvaxinn drengurinn lá í rúmi á annarri hæð hússins og gardínurnar voru dregnar fyrir. Hann var með óráði og fékk krampa og var alveg út úr heiminum. Hann andaði þungt, það var eins og hann hryti. Augu hans rúlluðu upp, þannig að augasteinarnir fóru alveg upp undir augabrúnirnar. Per hafði aldrei séð neinn deyja en nú, 23 árum síðar, sér hann herbergið fyrir sér sem banabeð.

Ég hugsaði með mér að ef hann kæmist ekki fljótt á sjúkrahús þá myndi hann deyja. Þetta er það versta sem ég hef upplifað.

Enginn sími var í sumarhúsinu og farsímar voru ekki til á þessum tíma. Pabbi Geirs vildi ekki ónáða lækna, strákurinn var jú nýbúinn að vera á sjúkrahúsi og hafði verið sendur heim. Per man ekki hvernig hann komst í síma, hann var eins og í öðrum heimi. En hann komst í síma og hringdi á sjúkrabíl. Hann kom með sírenurnar í gangi.

Í tvær vikur lá Geir meðvitundarlaus á sjúkrahúsinu í Harstad. Þá varð ljóst að hann myndi ekki deyja og hann vaknaði úr dáinu. Þegar Geir kom heim aftur var hann í hjólastól. Líkamlega var hann sami strákurinn og áður en hann veiktist, bara grennri. Fjölskyldan uppgötvaði þó fljótlega að hann var gjörbreyttur. Hann áttaði sig á að fjölskyldan var til staðar en sagði ekkert. Hann var algjörlega þögull.

Hann gat ekki gengið og gat ekki matast sjálfur. Þetta var eins og að fá eins árs barn inn á heimilið, það var alltaf fullt af mat við hliðina á diski hans eftir hverja máltíð. Þegar Geir gaf loksins frá sér hljóð voru það skrítin hljóð sem hann gaf frá sér, ekki orð.

Við lifðum lengi í voninni. Þetta var hryllilegt. Það var svo óskiljanlegt að hann hefði verið venjulegur strákur,

Geir og Per

Segir Per um bróður sinn. Fjölskyldan fékk Geir aldrei aftur eins og hann hafði verið. Móðir hans hugsaði um hann heima allt þar til 1994 en þá flutti hann á sambýli, 27 ára gamall. Eftir að móðir hans lést heimsótti Per hann einu sinni í viku. Síðasta heimsóknin var í nóvember 2013. Geir brosti þegar Per kom, hann vissi að hann þekkti hann. Eins og alltaf hjálpaði Per bróður sínum að klæða sig og síðan fóru þeir saman í gönguferð. Geir gekk ekki eins hratt og áður. Hann varð fljótt þreyttur. Hann glímdi við flogaveiki og var einnig kominn með beinþynningu.

Viku síðar fékk Geir lungnabólgu og lést. Per hafði misst bróður sinn í annað sinn.

Þegar ég heyri um fólk sem lætur ekki bólusetja börnin sín, verð ég reiður. Við erum komin inn í tíma þar sem við skiljum ekki hvað getur farið úrskeiðis. Aukaverkanir bóluefna eru miklu minni en það sem getur dunið á þeim sem ekki eru bólusettir.

Segir Per Hagerup Andresen.

Bæði ég og Geir fengum mislinga 1982. Óheppni varð til þess að hann eyddi megninu af lífi sínu á stofnun en ég sit hér og skrifa þessa grein. Þessu hefði alveg eins getað verið öfugt farið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar