fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Næsta fjármálakreppa „er hafin og verður verri en sú sem hófst 2008“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 07:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upphaf nýrrar fjármálakreppu er nú þegar hafið og þessi kreppa verður verri en sú sem setti allt á hliðina hér á landi fyrir tíu árum. Þetta er mat sérfræðinga sem spáðu fyrir um hrunið 2008 en það hófst með gjaldþroti Lehman Brothers bankans og hafði síðan keðjuverkandi áhrif um allan heim. Ísland var þar ekki undanskilið eins og flestir muna eflaust.

Í umfjöllun Sky um málið er meðal annars haft eftir Ann Pettifor, sem spáði fyrir um hrunið 2008 tveimur árum áður, að hún telji að efnahagslíf heimsins sé enn einu sinni í hættu vegna mikilla skulda fyrirtækja og aukinnar líkna á hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum. Í samtali við Sky News sagði hún að skuldir á heimsvísu séu nú þrefalt meiri en verg þjóðarframleiðsla.

„Þetta verður auðvitað ekki greitt og auðvitað kemur sá tímapunktur að þessar skuldir ýta næstu kreppu af stað. Að mínu mati eru það hærri vextir sem munu ýta henni af stað. Við sjáum að fyrirtæki sem fengu of mikið lánað á lágum vöxtum sjá nú verðmæti veða sinna falla. Skuldir þeirra fara hækkandi og vextirnir á þær eru einnig að hækka.“

En ekki nóg með það því hún telur að þessi hreyfing sé hafin. Hún segir að sú ákvörðun bandaríska seðlabankans að vinda ofan af stuðningi við efnahagslífið og hætta magnbundinni íhlutun sé nú þegar búinn að leggja grunninn að næstu kreppu.

„Ég held að þessi kreppa verði verri en sú síðasta því við höfum engin verkfæri til að takast á við hana. Það verður mjög erfitt að byrja að dæla út magnbundinni íhlutun, kaupa allar þessir eignir aftur.“

Sagði hún og bætti við:

„Upphaf nýrrar kreppu er hafið.“

Tom Russo, fyrrum forstjóri hjá Lehman Brothers, tók í sama streng í samtali við Sky News og sagði að „líklega væri verið að vökva fræ næstu kreppu núna“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar