fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Rússnesku leigumorðingjarnir frá Salisbury eiga væntanlega góða framtíð í vændum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. september 2018 19:00

Ruslan Bosjirov og Alexander Petrov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskar eitranir, það er að segja morð og morðtilraunir þar sem eitur er notað, innanlands sem utan eru eiginlega orðnar að sérstökum málaflokki svo víðtækar virðast þær vera. Það var þó ekki fyrr en tveir meintir liðsmenn rússnesku leyniþjónustunnar GRU reyndu að myrða Sergej Skripal, fyrrum liðsmann rússnesku leyniþjónustunnar, í Salisbury í mars að þessar umfangsmiklu eitranir komust í hámæli um heim allan. Fram að því hafði þeim ekki verið veitt mikil athygli né öðrum morðum og morðtilraunum sem ætla má að séu runnar undan rifjum háttsettra rússneska embættismanna og stjórnmálamanna.

Ætla má að Aleksander Petrov og félagi hans Ruslan Bosjirov, sem eru taldir hafa séð um framkvæmd morðtilraunarinnar við Skripal, eigi nú bjarta framtíð í Rússlandi. Að minnsta kosti ef miða má við hvernig Andrej Lugovoj hefur vegnað.

Lugovoj er talinn hafa eitrað fyrir Alexander Litvinenko í Lundúnum 2006. Lugovoj er fyrrum liðsmaður KGB. Hann slapp frá Bretlandi og er nú þingmaður í Rússlandi og rekur fyrirtæki sem blómstrar. Auk þess hefur hann verið heiðraður sérstaklega af Pútín fyrir þjónustu við ættjörðina. Lugovoj vísar því harðlega á bug að hann hafi átt hlut að máli þegar Litvinenko var myrtur. En það er með mál hans eins og mál Bosjirov og Petrov að meira að segja í Rússlandi eiga margir erfitt með að trúa skýringum þeirra.

Eins og DV skýrði frá á föstudaginn þá voru tvímenningarnir í viðtali hjá rússnesku sjónvarpsstöðinni RT í síðustu viku. Þeir lofuðu aðalritstjóra stöðvarinnar, Margarita Simonyan, meðal annars að senda henni ljósmyndir sem þeir tóku að sögn í ferðinni til Salisbury. Þær hafa ekki enn borist. Á hinn bóginn hafa Bretar birt myndir af tvímenningunum þar sem þeir voru á leið að heimili Skripal.

Nýjar upplýsingar gera einnig lítið úr frásögn mannanna um að þeir séu óbreyttir borgarar sem selji prótínduft til líkamsræktarstöðva. Rannsóknarfjölmiðilinn The Insider, sem er rússneskur, hefur birt upplýsingar um að í vegabréfi Petrov séu leynilegar upplýsingar sem styðja kenningar um að hann sé starfsmaður GRU. Dagblaðið Novaya Gazeta hefur einnig sagt að símanúmer, sem er skráð í vegabréf Petrov, sé hjá GRU.

Enn ein eitrunin

En rússnesk stjórnvöld virðast ekki vera hætt að láta eitra fyrir fólki sem er talið óæskilegt af einhverjum sökum. Nú síðast var það Pyotr Verzilov, einn liðsmanna Pussy Riot, sem varð fyrir barðinu á eitri. Eftir að hafa fengið meðhöndlun á sjúkrahúsi í Moskvu var hann fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar. Hann er nú á batavegi.

Svo má nefna að eins og DV skýrði frá í gær þá var tveimur rússneskum leyniþjónustumönnum vísað frá Hollandi í vor eftir að þeir reyndu að hakka sig inn í tölvukerfi svissnesku rannsóknarstofunnar Spiez sem vann að rannsókn á eiturárásinni í Salisbury og efnavopnanotkun í Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar