fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Vill gera heiminn að betri stað: Ætlar að tína upp milljón sígarettustubba

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en árið 2015 gekk í garð setti Englendingurinn Jason Alexander sér göfugt markmið. Hann ætlaði að taka myndir af sólarupprásum árið 2015 og fanga náttúrufegurðina á filmu.

Þegar Jason var byrjaður á þessu verkefni fór hann að huga að öðru leiðindamáli, ef svo má segja. Ruslinu sem var allt í kringum hann úti. Jason er búsettur í Suffolk á suðausturhluta Englands og á almenningsstöðum í kringum hann var allt í drasli; sígarettustubbar, drykkjarílát og pappír.

Jason tók sig til og tíndi það rusl sem hann sá, setti í poka og kom því fyrir á réttum stað. Eitt af því sem vakti mesta athygli Jasons var allt það magn sígarettustubba sem mátti sjá allt í kringum hann. Hefur Jason að undanförnu einbeitt sér að því að tína upp alla þá sígarettustubba sem hann sér og markmiðið er stórt þó það sé í eðli sínu einfalt: Hann ætlar ekki að hætta fyrr en hann hefur týnt upp milljón stubba!

Áætlað er að 4,5 trilljónum stubba sé hent í ruslið – eða út á götu – á ári hverju í heiminum. Stubbarnir eru ekki beint umhverfisvænir og það tekur þá býsna langan tíma að brotna niður í náttúrunni.

Fyrsta kvöldið sem Jason fór út til þess eins að tína upp sígarettustubba fann hann hvorki fleiri né færri en 1.789 stykki. Þetta var á nokkuð stóru bílastæði í Suffolk. Hann hefur haldið uppteknum hætti og fer út nokkrum sinnum í viku. Eitt kvöldið, með aðstoð sjálfboðaliða, tíndi hann upp 3.804 stubba í Ipswich. Og það var svo bara núna um helgina að hann tíndi upp 7.287 stubba á vinsælum hjólreiðastíg skammt frá sjúkrahúsinu í Ipswich.

Í byrjun septembermánaðar var Jason búinn að tína 19 þúsund stubba. Hann á því ærið verkefni fyrir höndum en ætlar ekki að gefast upp. Hann vill að fólk átti sig á því að göturnar eru ekki rétti staðurinn fyrir sígarettustubba. „Við sem samfélag erum orðin blind fyrir öllu því rusli og pasti sem við framleiðum. Ég hef rætt við marga, bæði reykingafólk og þá sem ekki reykja, sem hafa ekki hugmynd um að það sé plast í sígarettustubbum. Og margir líta ekki einu sinni á stubbana sem rusl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?