fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Nauðgað á hrottafenginn hátt árið 2007 – Sex árum seinna náði hún fram hefndum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 var kona ein í borginni Atlanta í Bandaríkjunum stödd á neðanjarðarlestarstöð eins og svo oft áður. Sex árum áður hafði þessi sama kona orðið fyrir hrottafenginni nauðgun. Nauðgarinn komst undan og svo virtist sem hann myndi aldrei þurfa að gjalda fyrir árásina.

Þennan örlagaríka dag á lestarstöðinni taldi konan sig sjá kunnuglegan mann; manninn sem réðist á hana sex árum áður. Hún var viss í sinni sök og hrópaði svo allir heyrðu að þessi maður hefði nauðgað henni og komist upp með það.

Svo fór að lögreglan mætti á svæðið og handtók manninn, sem reyndist vera hinn 54 ára gamli Antonio White. Á dögunum var White svo dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn fyrir nauðgunina árið 2007.

Konan sem um ræðir hafði sagt vinum og vandamönnum frá árásinni auk þess sem hún tilkynnti hana til lögreglu á sínum tíma. Rannsóknin skilaði því miður engu og virtist allt benda til þess að árásarmaðurinn myndi ganga laus það sem eftir væri.

Konan hafði þegið far frá White sem bauðst til að skutla henni heim. Í stað þess að keyra hana heim ók hann henni á afvikinn stað, ógnaði henni með skotvopni áður en hann braut á henni kynferðislega.

Sem fyrr segir var White handtekinn og loks dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hefur áður verið dæmdur fyrir nauðgun og telja saksóknarar að hann hafi mun fleiri slík brot á samviskunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar