fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

„Í 10 ár var mér aldrei boðið í afmæli: Í ykkar augum var ég ekki til“

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 22. september 2018 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er einmana en hvað get ég gert við því? Þetta hófst allt snemma í barnaskóla, raunar á fyrsta skóladegi. Hin börnin gerðu mér ljóst að ég var ekki einn af þeim. Ekki af því að ég klæddist öðruvísi eða liti öðruvísi út, heldur vegna þess að ég talaði öðruvísi. Ég glímdi við talörðugleika. Þeir voru ekki svo miklir að þau skildu ekki hvað ég sagði, en það voru R og L sem gerðu mér erfitt fyrir og þannig hófst þetta allt.

Þetta hófst hjá jafnöldrum mínum en eldri börn í skólanum fylgdu fljótlega í kjölfarið með stríðni. Orðrómurinn um „hann sem getur ekki talað“ breiddist hratt út. Mesta gleði ykkar var að fá mig til að segja setningar sem þið vissuð að ég gæti ekki sagt. Það gladdi ykkur. Þið hlóguð, þetta var skemmtunin ykkar.

Á næstu árum þróaðist þetta. Það var ekki lengur nægilegt fyrir ykkur að gera bara grín að því hvernig ég talaði. Nú vilduð þið einnig benda á, þannig að sem flestir tækju eftir því, öll mistök mín. Setningar eins og: „Geturðu ekki reiknað dæmið? Auli!“ eða: „Skilur þú þetta ekki? Hvað er hægt að vera heimskur?“ heyrði ég oft.

Þegar við áttum að vinna í hópum vildi enginn vera með mér. Þið létuð eins og ég væri ekki til. Enginn vildi sitja við hliðina á mér í kennslustofunni, það var alltaf laus stóll við hliðina á mér. Í mötuneytinu, á göngunum eða á skólalóðinni heilsaði aldrei neinn.

Í ykkar augum var ég ekki til.

Í tíu ár var ég í sama barna- og gagnfræðaskóla og þið. Á þessum tíu var mér aldrei boðið með eftir skóla, í afmæli og aldrei heyrði ég neitt jákvætt frá ykkur. Undantekningin eru fyrstu fjögur árin í barnaskólanum en þá var venjan að bjóða öllum bekknum í afmælin.

Í tíu ár brutuð þið mig niður, dag eftir dag. Sjálfstraustið er horfið, sjálfsálitið er eitthvað sem ég veit ekki hvað er, ég á ekki vini í margra kílómetra fjarlægð, þið sáuð til þess. Ég er hræddur við að hitta nýtt fólk, hvað ef það þekkir eitthvað ykkar? Ég þori ekki að hugsa um hvað þið gætuð hafa sagt þeim. Nú eru þrjú ár síðan ég kláraði gagnfræðaskólann og hóf framhaldsskólanám í bænum en ástandið hefur ekki batnað. Félagsfælnin hefur ekki minnkað. Mér finnst erfitt að tala við fólk, því hvað ef það, eins og þið, hlær að því hvernig ég tala? Talörðugleikar sem ég er alltaf að reyna að losna við. Hvað ef þetta fólk, eins og þið, fer að reyna að finna villur í öllu sem ég geri?

Það eru ekki margar vikur síðan ég heyrði að það var talað um mig. Heyrði hvíslað: „Hann er rosalega skrítinn. Ég held að hann sé mikið aleinn.“

Hvaða rétt hafði þið til að segja að ég sé skrýtinn? Þið þekkið mig ekki.“

 Þessa grein skrifaði Bendik Hallstensen og birti á Twitter en greinin vakti mikla athygli í Noregi á sínum tíma og beindi athyglinni að einelti enn á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar