fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Það eru til A- og B-manneskjur en líka C og D: Hvað ert þú?

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 23. september 2018 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið talað um að fólk skiptist í tvo hópa, A- og B-manneskjur en síðan komust vísindamenn að því að einnig eru til C- og D-manneskjur. Kannski þurfa því sumir að sætta sig við að færast á milli hópa.

Vísindamennirnir segja að A-manneskja sé einstaklingur sem fer snemma að sofa og snemma á fætur og sé orkumestur á milli klukkan 9 og 21.

B-manneskja sé svokallaður næturhrafn, vaki langt frameftir, láti vekjaraklukkuna hringja mörgum sinnum áður en farið er á fætur en fótaferðartíminn er yfirleitt ekki fyrr en langt er liðið á morguninn. B-manneskjur eru upp á sitt besta frá klukkan 21 til 9. Algjörlega öfugt við A-manneskjurnar.

C-manneskjur eru ofurmennin sem við öfundum öll. Fólk í þessum hópi sefur að meðaltali 30 mínútum minna en aðrir en þrátt fyrir það eru C-manneskjur upp á sitt besta á öllum tímum sólarhringsins. Til hamingju ef þú ert C-manneskja!

D-manneskja er sífellt þreytt, á öllum tímum sólarhringsins. Þær geta farið til læknis og látið rannsaka hvort þær fá nægilega mikið af vítamínum og þess háttar en því miður er það ekki til neins, sumir eru bara þannig að þeir vilja helst liggja í rúminu allan daginn.

Það voru síbírískir vísindamenn við Russian Academy of Sciences sem rannsökuðu þetta og birtu svo niðurstöður sínar í tímaritinu Personality and Individual Differences að sögn dagens.dk. 130 manns tóku þátt í rannsókninni og voru látnir halda sér vakandi í 24 tíma í einu. Síðan var fólkið spurt út í dægurryþma þess, orku og hvernig það hafði staðið sig undanfarna viku. Út frá þessu komust þeir að því að til væru fjórar tegundir fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar