fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Emil og unnustan stunda swing – „Mestu fordómarnir eru að það séu bara gamlir karlar sem stunda swing“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 06:37

Emil og Kajsa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil, 27 ára, og Kajsa, 25 ára, hafa stundað swing undanfarin tvö ár eða svo. Með swing er ekki átt við einhverja danstegund heldur sækja þau kynlífsklúbba þar sem þau hitta annað fólk sem einnig hefur ánægju af swingi. Í þessum klúbbum stundar fólk kynlíf og ekki eingöngu með maka sínum því frjálslyndi er það sem gildir í þessum klúbbum svo lengi sem fólk er samþykkt því sem fram fer.

„Í fyrsta sinn sem við fórum í swingklúbb vorum við mjög taugaóstyrk og eftirvæntingarfull. Við vissum alls ekki hvað biði okkar þarna.“

Sögðu þau í samtali við Expressen. Þau búa í Motala í Svíþjóð og hafa stundað swingklúbba í um tvö ár. Áhugi þeirra á swingi kviknaði þegar Kajsa heyrði útvarpsþátt þar sem fjallað var um swingklúbb í Norrköping. Í framhaldi af þessu ákváðu þau að prófa. Þau hafa komið fram í mörgum fjölmiðlum til að segja frá áhuga sínum á swingi og reyna að draga úr fordómum gegn því.

„Margir halda að það sé sérstakt fólk sem stundar swing. En það sem margir vita ekki er að það getur verið hver sem er. Bankastarfsmenn, lögreglumenn, frægt fólk, vinir og ættingjar. Maður veit aldrei hverjir stunda swing því það er ekki talað um það. Mörgum finnst þetta vandræðalegt og algjört einkamál.“

Þau segja að það sé sjaldan sem Kajsa fari frá Emil og stundi kynlíf með öðrum karli í klúbbheimsóknum þeirra og það sama eigi við um Emil, hann fari sjaldan frá Kajsu til að stunda kynlíf með annarri konu. Þau segjast yfirleitt gefa sig að pörum og ræði við þau.

Þau segjast ræða málin vel og fara vel yfir hvað þeim finnst að hitt megi geri og virði þær óskir. Þannig komi þau í veg fyrir afbrýðissemi sín á milli. Þau sögðust telja að swingið hafi styrkt þau sem par.

„Okkur finnst við lifa mjög spennandi kynlífi og að við höfum orðið sterkari og öruggari um hvort annað.“

Þegar kemur að viðbrögðum annarra eru þau mjög mismunandi. Kajsa segist oft vera spurð hvort að maðurinn hennar geti ekki sinnt henni nægilega vel eða þá að hún sé spurð af hverju hún vilji stunda kynlíf með öðrum körlum. En hjá Emil er staðan allt önnur. Hann sagðist oft fá „high five“ og fólk hrósi honum og segist öfunda hann af því sem hann upplifir í kynlífinu.

„Mestu fordómarnir eru líklegast að fólk heldur að maður vilji stunda kynlíf með hverjum sem er en það er fjarri því að vera satt. Við gerum ekki minni kröfur um mótaðila okkar en ef við værum einhleyp. Aðrir fordómar eru að það séu bara gamlir karlar sem stunda þetta og það er heldur ekki satt. Það eru margir eldri menn sem stunda þetta en ekki eins margir og maður heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar