fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Átta ára stúlka fann 1.500 ára gamalt sverð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. október 2018 04:45

Sverðið góða. Mynd: Jönköpings län museum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar var átta ára stúlka að leik við Vidöstern vatnið í suðurhluta Svíþjóðar. Hún var að henda steinum og öðru út í vatnið til að sjá hversu langt hlutirnir færu. Þegar hún tók „einhverskonar prik“ upp úr vatninu hugðist hún henda því út í aftur en sá síðan að það var með skefti og virtist ryðgað.

Stúlkan, Saga Vanecek, kallaði á föður sinn sem kom og sá að hér var um ævafornan mun að ræða og hafði samband við fornleifafræðing sem sagði sverðið vera „einstakt og mjög áhugavert“.

Samkvæmt upplýsingum frá Jönköping safninu var sverðið á um hálfs meters dýpi nærri vinsælum baðstað við vatnið. Sverðið er 85 sm á lengd og mjög vel varðveitt. Leður og tré verndaði það fyrir skemmdum. Sky skýrir frá þessu.

Næla sem fannst í vatninu. Mynd: Jönköpings län museum

Fornleifafræðingar gerðu leit á svæðinu í september og fundu þá fleiri gamla muni, þar á meðal nælu frá svipuðum tíma.

Mikael Nordström, starfsmaður safnsins, sagði að hugsanlega hafi svæðið verið notað til fórna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar