fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Dularfullt hvarf forseta Interpol

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 5. október 2018 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan hefur hafið rannsókn á hvarfi Meng Hongwei, sem gegnt hefur embætti forseta alþjóðalögreglunnar Interpol frá árinu 2016. Breska blaðið Independent greinir frá þessu.

Hongwei er kínverskur en hans hefur verið saknað frá því í síðustu viku þegar hann yfirgaf Frakkland og fór heim til Kína. Hongwei, sem er 64 ára, er búsettur í Lyon með konu sinni og börnum en ekkert hefur spurst til hans síðan þann 29. september síðastliðinn.

Heimildarmenn innan lögreglunnar sögðu í samtali við Reuters að aðstandendur hans hefðu áhyggjur af honum. Óvanalegt væri að hann léti ekki heyra í sér eða ná í sig.

Hongwei hefur meðal annars starfað sem aðstoðarráðherra almannaöryggismála í Kína og þá hefur hann starfað fyrir stofnanir í landinu sem berjast gegn hryðjuverkaógn og fíkniefnainnflutningi svo dæmi séu tekin. Hongwei var sem fyrr kjörinn forseti Interpol árið 2016 og rennur kjörtímabil hans út árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?