fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Notaði grjótið til að halda hurðinni opinni – Síðar kom í ljós að það var milljóna króna virði

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 7. október 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður einn í Grand Rapids í Michigan datt heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar hann fór og lét sérfræðing skoða grjóthnullung einn. Manninum var kunnugt um að tíu kílóa grjótið væri að líkindum lofsteinn en kippti sér í raun ekki meira upp við það.

Í frétt Detroit Free Press kemur fram að maðurinn hafi keypt landareign eina í Michigan fyrir margt löngu. Steinninn fylgdi með og sagði eigandi jarðarinnar að um væri að ræða lofstein sem fallið hefði til jarðar á fjórða áratug liðinnar aldar.

Sem fyrr segir velti maðurinn þessu ekki sérstaklega fyrir sér, heldur notaði grjótið til að halda hurð á hlöðu á lóðinni opinni. Það var svo í janúar að lofsteinadrífa sást á himni í Michigan og fékk maðurinn veður af því að margir hefðu í kjölfarið farið út að leita að lofsteinum í von um skjótfenginn gróða. Það var þá sem maðurinn ákvað að láta Monu Sirbescu, prófessor hjá Central Michigan-háskólanum, skoða steininn.

Loftsteinar geta verið mjög verðmætir og það átti svo sannarlega við í þessu tilviki. Í tilkynningu frá prófessornum kemur fram að hún hafi margoft fengið beiðnir frá fólki um að skoða steina og kanna hvort um sé að ræða lofsteina. Nær undantekningalaust sé svarið nei en það var ekki í þessu tilviki.

„Þetta er verðmætasti loftsteinn sem ég hef fengið í hendurnar,“ segir Mona en áætlað verðmæti steinsins er um hundrað þúsund Bandaríkjadalir, um tíu milljónir króna.

Þetta er sjötti stærsti lofsteinn sem fundist í Michigan og hefur Smithsonian-stofnunin í Washington staðfest uppruna hans. Þá hefur Smithsonian-stofnunin lýst yfir áhuga á að kaupa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar