fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Óvæntar hliðarverkanir af viðskiptastríði Bandaríkjanna við útlönd – Flóðbylgja af ókeypis mat

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. október 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kartöflufjöll, svínakjötsfjöll og ostafjöll er eitthvað sem þeir sem annast matargjafir til fátækra í Bandaríkjunum láta sig dreyma um. En óvæntar afleiðingar af viðskipta- og tollastríði Donald Trump við Kína og önnur ríki er að þessi draumur er að verða að veruleika.

Vegna viðskiptastríðsins eru margir bændur í vanda með að losna við afurðir sínar og því hafa bandarísk stjórnvöld ákveðið að verja 12 milljörðum dollara til að aðstoða þá. Tíu prósent af þeirri upphæð verða notuð til að kaupa óseldar afurðir til að halda verðinu uppi. Maturinn verður síðan gefinn til hjálparstofnana um allt land sem sjá um matargjafir til fátækra.

Þetta eru auðvitað góðar fréttir fyrir þær 40 milljónir Bandaríkjamanna sem, samkvæmt opinberum tölum, hafa ekki efni á að kaupa allan þann mat sem þeir hafa þörf fyrir.

En það er ekki bara eintóm gleði hjá hjálparstofnunum með allan þennan mat því hann krefst aukinna umsvifa. Það þarf fleiri flutningabíla til að flytja hann, fleiri bílstjóra og meira geymslupláss. Hjá samtökunum Feeding America er áætlað að þetta muni kosta samtökin 300-400 milljónir dollara aukalega á þessu ári en samtökin standa fyrir matarúthlutunum á 200 stöðum í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?