fbpx
Mánudagur 25.mars 2019
Pressan

Virtist hinn fullkomni eiginmaður: Myrti svo eiginkonuna og lét sig hverfa – Ekki sést í þrjú ár

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 7. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Peter Chadwick virtist vera hinn fullkomni eiginmaður. Hann átti frábæran starfsferil að baki, hafði sankað að sér milljónum og átti fjölskyldu sem virtist hamingjusöm. En árið 2012 breyttist allt saman þegar skuggaleg leyndarmál hans voru afhjúpuð.

Framhjáhald með fjölda kvenna

Chadwick, sem hafði hagnast mikið á fasteignabraski, hafði haldið framhjá eiginkonu sinni, Quee Choo, til rúmlega 20 ára með fjölda kvenna. Fjölskyldan, hjónin og þrír synir hennar, bjó í Kaliforníu þar sem hún hafði komið sé vel fyrir. Lögregla telur að árið 2012 hafi eiginkona Chadwick komist að því að hann hafi verið henni ótrúr – uppljóstrun sem átti eftir að kosta hana lífið.

Viðvörunarbjöllurnar hringdu fyrst þann 10. október þetta ár þegar hvorki Peter né Quee komu og sóttu tvo af drengjum sínum í skólann. Lögregla knúði dyra á heimili þeirra en þar var ekkert sem vakti athygli lögreglu, annað en blóðugt handklæði sem fannst í húsinu.

Lögregla framkvæmdi leit að hjónunum, spurðist fyrir um málið hjá nágrönnum en kom að tómum kofanum. En daginn eftir barst undarlegt símtal frá Peter. Peter sagði lögreglu að hann og eiginkona hans hefðu lent í klóm innbrotsþjófa sem myrtu Quee. Innbrotsþjófarnir hefðu svo numið þau á brott, ekið að landamærum Mexíkó þar sem grafa átti líkið. 

Líkið fannst viku síðar

Eðli málsins samkvæmt vakti þetta ákveðnar spurningar hjá lögreglu. Að lokum fór svo að Peter mætti í yfirheyrslur til lögreglu þar sem hann sagði frá örlögum þeirra hjóna. Sár á hálsi og andliti hans vöktu grunsemdir en viku eftir hvarf Quee fannst lík hennar í ruslagámi í San Diego. Réttarlæknir framkvæmdi krufningu og leiddi niðurstaða hennar í ljós að Quee hefði látist af völdum kyrkingar. Lögregla þóttist nokkuð viss í sinni sök og féll grunurinn á Peter. Fór svo að hann var ákærður fyrir morðið og telur lögregla að hann hafi drepið eiginkonu sína vegna yfirvofandi skilnaðar og deilna þeirra um skiptingu eigna.

Látinn laus gegn tryggingu

Það var svo í desember 2012 að Peter var látinn laus gegn 1,8 milljóna dala tryggingu. Ákveðin skilyrði fylgdu lausn hans; hann varð að láta vegabréf sitt af hendi og halda til á heimili foreldra sinna meðan hann beið réttarhalda. Þann 9. janúar 2015, skömmu áður en taka átti málið fyrir, tók Peter hins vegar leigubíl á flugvöllinn í Santa Barbara. Þar skipti hann um föt og síðan tók hann annan leigubíl. Hvert hann fór er lögreglu mikil ráðgáta því ekkert hefur spurst til hans síðan þá, eða í tæp þrjú ár. 

Bækur um flótta fundust

Lögregla telur að Peter hafi nýtt tímann í stofufangelsinu vel og rannsakað í þaula hvernig best væri að láta sig hverfa. Bækur með nöfnum eins og How to Change Your IdentityHow to Live on the Run Successfully og Surviving in Mexico fundust á heimili foreldra hans. Lögregla er engu nær um viðverustað hans og segir að hann geti í raun verið hvar sem er í heiminum. Lögregla hefur þó enn trú á að hann muni finnast og hefur farið óvenjulega leið í þeirri viðleitni sinni – með framleiðslu á hlaðvarpsþætti um morðið og hvarfið í kjölfarið. Þættirnir, sem heita Countdown to Capture, eru í sex hlutum og er fyrirmyndin vinsælir hlaðvarpsþættir eins og Serial og Dirty John.

Gæti verið hvar sem er

Jennifer Manzella, talsmaður lögreglunnar í Newport Beach, er umsjónarmaður þáttanna og hefur hún langa reynslu af rannsóknum sakamála. „Tæknin getur gert heiminn að mjög litlum stað og það eru í raun fáir felustaðir til. Þess vegna viljum við að þessir hlaðvarpsþættir nái eyrum sem flestra. Við hvetjum alla til að hlusta á þá, deila þeim – alveg sama hvar í heiminum þeir eru því Peter Chadwick gæti verið hvar sem er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu

Ótrúleg hetjudáð 13 ára pilts -Bjargaði 50 skólabörnum sem átti að myrða á Ítalíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga

Martröð ungrar móður: Tveggja ára sonur hennar dó í svefni – Þá byrjuðu árásirnar frá andstæðingum bólusetninga
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“

„Allir vinir mínir skotnir til bana en ég fékk ekki skrámu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæðið varð prestinum að falli

Sæðið varð prestinum að falli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar

Óvenjulegt rán í hraðbanka: Sjáðu hvað hann gerði þegar hann sá stöðuna á bankareikningi konunnar