fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Blaðamaður myrtur og skorinn í bita á ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 8. október 2018 07:28

Jamal Khashoggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sex dögum hvarf sádíarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi eftir að hann fór inn í ræðismannsskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi. Talið er að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans skorið í bita svo hægt væri að losna við það. Þessu halda tyrknesk yfirvöld fram. Khashoggi var þekktur blaðamaður og gagnrýninn á ráðamenn í Sádí-Arabíu en þar er gagnrýni á stjórnvöld ekki vel tekið.

Samkvæmt frétt Sky segir tyrkneskur embættismaður að Khashoggi hafi verið myrtur inn á ræðismannsskrifstofunni og hafi morðið verið skipulagt fyrirfram. Því næst hafi líkið verið hlutað í sundur til að hægt væri að koma því út án þess að vekja athygli. Annar embættismaður segir að allt hafi þetta verið tekið upp á myndband og upptökunni hafi síðan verið smyglað úr landi.

Tyrknesk yfirvöld geta ekki gert húsrannsókn á ræðismannsskrifstofunni þar sem hún fellur undir sömu reglur og sendiráð og nýtur friðhelgi samkvæmt ákvæðum um störf stjórnarerindreka.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Khashoggi hafi verið „blaðamaður sem ég þekkti lengi“ og var „vinur“. Erdogan segir að tyrknesk yfirvöld fylgist náið með ræðismannsskrifstofunni og flugvöllum í landinu.

Yfirvöld í Sádí-Arabíu vísa þessum fregnum algjörlega á bug og segja ekkert styðja við þær. Þau segjast hafa sent hóp sérfræðinga til Istanbúl til að aðstoða þarlend stjórnvöld við rannsókn málsins.

Khashoggi bjó í sjálfskipaðri útlegð í Washington undanfarið ár en hann óttaðist um líf sitt vegna gagnrýni hans á stjórnvöld í Sádí-Arabíu, konungsfjölskylduna og völd hennar.

Hann þurfti að fara á ræðismannsskrifstofuna til að ganga frá nauðsynlegum skjölum svo hann gæti kvænst unnustu sinni, Hatice Cengiz, sem er tyrknesk. Hún beið hans fyrir utan skrifstofuna sem hann koma aldrei aftur út af. Khashoggi var áhyggjufullur áður en hann fór inn á skrifstofuna og óttaðist um öryggi sitt. Hann skildi farsíma sinn eftir hjá Cengiz og bað hana um að hringja í tyrknesk stjórnvöld ef hann kæmi ekki út aftur.

Sádíarabísk stjórnvöld segja að hann hafi yfirgefið ræðismannsskrifstofuna þennan sama dag. Þessi frásögn hefur verið dregin í efa þar sem ræðismannsskrifstofan er staðsett í sendiráðshverfinu í Istanbúl en þar er gríðarleg öryggisgæsla og eftirlitsmyndavélar á hverju horni og víðar en það. Hverfið er eitt það best vaktaða í borginni og vandséð að ekki hefði sést til ferða Khashoggi ef hann hefði komið út af skrifstofunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig