fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Þetta gera gæludýrin okkar síðustu mínúturnar áður en þau eru aflífuð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 08:17

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þekkja af eigin raun að það getur verið erfitt að kveðja gæludýrin sín og skiptir þá oft ekki máli hversu lengi fólk hefur átt dýrin. Það geta því verið þung spor að taka að fara með dýrið til dýralæknis til að láta svæfa það og binda enda á þjáningar þess. Margir eiga erfitt með þetta og treysta sér ekki til að gera þetta og fá aðra til að fara með dýrið til dýralæknisins eða rétt skjótast inn með það og fara síðan áður en dýralæknirinn bindur enda á líf dýrsins.

En skiptir þetta máli? Er kannski betra að eigandi dýrsins sé hjá því þessar síðustu mínúturnar í lífi dýrsins? Svarið er já ef litið er til skrifa dýralæknis, sem vill ekki koma fram undir nafni, um þetta en þessi færsla var birt á Facebooksíðu Hillcrest dýraspítalans.

„Ef þú ert dýraeigandinn þá er nær alltaf óumflýjanlegt að dýrið þitt deyi á undan þér. Ef og þegar þú tekur ákvörðun um að þú verðir að fara með dýrið þitt til dýralæknis til að láta ljúka lífi þess á mannlegan og sársaukalausan hátt finnst mér að þú þurfir að vita eitt. Þú hefur verið miðpunkturinn í lífi dýranna þinna ALLT LÍF ÞEIRRA!!!! Þau hafa kannski bara verið lítill hluti af lífi þínu en þú ert eina fjölskyldan þeirra. Þetta er hræðileg ákvörðun að taka í hvert sinn, það eru engar undantekningar á því, og það er hræðilegt fyrir okkur fólkið að missa þau. En ég bið þig, vertu svo væn(n) að SKILJA ÞAU EKKI EFTIR EIN.

Ekki láta þau deyja í herbergi fullu af ókunnugu fólki, stað sem þau kæra sig ekki um. Það sem þið þurfið að vita, það sem flestir vita ekki, er að ÞAU LEITA AÐ ÞÉR ÞEGAR ÞÚ YFIRGEFUR ÞAU!!!!!

Þau horfa á andlitin í herberginu og leita að þeim sem þau elska. Þau skilja ekki af hverju þú hefur yfirgefið þau þegar þau eru veik, gömul eða að deyja úr krabbameini og þarfnast huggunar.

Ekki vera hugleysingi af því að þér finnst þetta erfitt fyrir ÞIG, hugsaðu um hvernig þeim líður þegar þú yfirgefur þau, þegar þau eru sem viðkvæmust og fólk eins og ég er hjá þeim og gerir sitt besta til að hugga þau, draga úr hræðslu þeirra og reyna að útskýra af hverju þú gast ekki verið hjá þeim.

Frá þreyttum dýralækni með brostið hjarta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“