fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Pressan

Geimspeglar og gervieldfjöll – Nokkrar öfgafullar lausnir á loftslagsvandanum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 04:13

Hugmynd að útliti gervitrjáa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur árum handsöluðu heimsleiðtogar samning um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að koma í veg fyrir að hitastig í heiminum hækkaði um meira en tvær gráður fyrir næstu aldamót. Þetta var árangur loftslagsráðstefnunnar í París. Nú er ljóst að það verður erfitt að ná markmiðum samningsins en það kemur skýrt fram í nýrri skýrslu IPCC, sem er loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem var birt fyrr í vikunni.

Í skýrslunni er tæpt á hugsanlegum lausnum með svokölluðu geo-engineering sem minnir kannski einna helst á eitthvað úr vísindaskáldsögu. Þar er um að ræða tækni sem er hægt að nota til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Hér verða nefndar til sögunnar nokkrar hugmyndir sem geta fallið undir þetta en virðast kannski jaðra við ákveðna klikkun, svo ótrúlegar eru þær.

Speglar

Það eru mörg ár síðan vísindamenn viðruðu þær hugmyndir í fyrsta sinn að senda spegla út í geiminn til að endurkasta geislum sólarinnar. Meðal annars var stungið upp á því að senda milljarða af speglum 1,5 milljónir kílómetra út í geiminn þar sem jafnvægi ríkir á milli aðdráttarafls sólarinnar og jarðarinnar. Speglarnir áttu að endurvarpa um einu prósenti af geislum sólarinnar aftur út í geiminn þannig að þeir myndu ekki ná til jarðarinnar.

Vandinn við þetta er að það mun kosta mikla losun á koldíoxíði út í andrúmsloftið að senda alla þessa spegla út í geiminn, svo ekki sé talað um kostnaðinn.

Gervieldfjöll

Ein þeirra leiða sem IPCC hefur nefnt í skýrslum sínum er að gera gervieldfjöll. Hugmyndin er að senda brennisteinsagnir út í andrúmsloftið.  Þessar agnir geta endurkastað hluta af geislum sólarinnar frá jörðinni og þannig lækkað hitann hér á jörðinni. Þetta er það sama og gerist þegar alvöru eldfjöll gjósa og senda mikið magn af brennisteinsögnum út í andrúmsloftið.

Vandinn við þetta er að vísindamenn vita ekki hvaða áhrif þetta hefur á andrúmsloftið annað en að þetta mun breyta því hvenær og hvar það rignir.

Gervitré

Fyrir tíu árum kynntu bandarískir vísindamenn til sögunnar hugmynd um „gervitré“ sem gætu sogið koldíoxíð úr andrúmsloftinu og gert það eins hreint og það áður en iðnbyltingin hófst. Koldíoxíðið er sogið úr loftinu með því að loftið fer í gegnum síu sem inniheldur basíska lausn sem leysir koldíoxíðið upp.

Vandinn við þetta er að þrátt fyrir að hugmyndin sé tíu ára þá hefur ekkert meira gerst á þessum tíu árum annað en að hugmyndin var sett fram. Ekki hafa verið settar fram neinar hugmyndir um hvernig á að hreinsa koldíoxíðið úr síunum og hvar á að geyma það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Gamla konan var marin og blá – Þegar dóttir hennar setti falda myndavél upp kom sannleikurinn í ljós

Gamla konan var marin og blá – Þegar dóttir hennar setti falda myndavél upp kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Í gær

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið

Lík 9 ára stúlku fannst í ferðatösku – Nú er móðir hennar grunuð um morðið
Pressan
Í gær

Pabbi fór í klippingu – Sjáðu kostuleg viðbrögð litla stráksins

Pabbi fór í klippingu – Sjáðu kostuleg viðbrögð litla stráksins
Pressan
Í gær

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír

Var misþyrmt hrottalega um langa hríð – Sendi neyðarkall á klósettpappír
Pressan
Í gær

Dómurinn yfir Karadžić þyngdur: Verður í fangelsi það sem eftir er

Dómurinn yfir Karadžić þyngdur: Verður í fangelsi það sem eftir er
Pressan
Í gær

„Einn heimskasti morðingi í sögu New York-borgar“

„Einn heimskasti morðingi í sögu New York-borgar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrsta manneskjan á Mars verður væntanlega kona

Fyrsta manneskjan á Mars verður væntanlega kona
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þjófarnir töldu sig hafa komist í feitt: Lögregla sneri á þá á snilldarlegan hátt

Þjófarnir töldu sig hafa komist í feitt: Lögregla sneri á þá á snilldarlegan hátt