fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Giftust árið 1963 og gáfu hvort öðru eitt loforð – 55 árum síðar voru þau heiðruð af forsetanum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Serge og Beate Klarsfeld gengu í hjónaband árið 1963 gáfu þau hvort öðru eitt loforð. Loforðið var þeim mikið hjartans mál og var markmiðið að uppfylla það þegar fram liðu stundir.

Serge og Beate vildu gera allt sem í þeirra valdi stóð til að hundelta Nasistana sem létu til sín taka á tímum helfararinnar. Vinna þeir bar loks ávöxt árið 1971 þegar þau fundu Klaus Barbie, sem nefndur var Slátrarinn frá Lyon. Barbie er talinn bera ábyrgð á pyntingum og dauða fjölmargra fanga í heimaborg sinni, Lyon.

Klaus hafði komið sér fyrir í Suður-Ameríkuríkinu Bólivíu. Þar sem enginn framsalssamningur var í gildi milli Frakklands og Bólivíu liðu mörg ár þar til hann var frameldur. Það gerðist eftir stjórnarskipti í landinu árið 1983. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni og dó í frönsku fangelsi árið 1991 af völdum krabbameins.

55 árum eftir að Klarsfeld-hjónin gengu í hjónaband voru þau loks heiðruð af forseta Frakklands. Það gerðist á mánudagskvöld í athöfn með Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Fengu þau bæði eina æðstu orðu sem veitt er í Frakklandi.

Faðir Serge lést í Auschwitz og sjálfum tókst honum að komast með naumindum úr klóm nasista og þýsku leyniþjónustunnar.

Barbie var ekki eini nasistinn sem þau hjónin fundu því vinna þeirra leiddi einnig til þess að tíu aðrir slíkir fundust og voru síðar sakfelldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva