fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Njósnadramað tekur nýja stefnu – Nú er amman horfin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. október 2018 08:45

Alexander Petrov sem heitir í raun Alexander Mishkin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretar og Rússar deila harkalega þessa dagana vegna morðtilræðisins við Skripalfeðginin í breska bænum Salisbury í mars. Bresk stjórnvöld segja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við tilræðið og hafa nafngreint hina meintu tilræðismenn. Rússar þvertaka fyrir þetta og segja mennina vera saklausa ferðamenn sem Bretar séu að reyna að klína sök á. En málstaður Rússa hefur beðið hvern hnekkinn á fætur öðrum í þessu máli eftir því sem fjölmiðlar hafa grafið nýjar upplýsingar upp. Ekki er annað að sjá en að umræddir menn séu háttsettir liðsmenn rússnesku leyniþjónustunnar GRU og hafi verið sendir til Bretlands til að myrða Sergej Skripal sem er fyrrum liðsmaður rússnesku leyniþjónustunnar.

Nú hefur orðið enn ein stefnubreytingin í málinu því amma annars hinna meintu tilræðismanna er horfin. Ástæðan er væntanlega að hún var aðeins of stolt af barnabarni sínu, Alexander Petrov, sem er annar umræddra manna. Amman, Nina Mishkin sem er á níræðisaldri og er læknir, sýndi að sögn nágranna sínum ljósmynd af barnabarninu sínu, Alexander Mishkin, taka við heiðursorðu úr höndum Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og heilsa honum með handabandi.

Amman hvarf þegar spurðist út að breski rannsóknarhópurinn Bellingcat væri í þann mund að birta upplýsingar um hver Alexander Mishkin er í raun og veru.

Frásögnin af orðuveitingunni og handabandinu við Pútín er meðal þess sem kom endanlega upp um hver Alexander Mishkin er í raun og veru. Hann er 39 ára, menntaður læknir og á langan feril að baki hjá rússnesku leyniþjónustunni GRU.

Samkvæmt frétt The Telegraph hafa íbúar í bænum Loyga, sem er afskekktur, áhyggjur af velferð Nina Mishkin og þeir tjáð sig um málið. Fyrrum nágrannar Mishkin staðfestu við Telegraph að Petrov væri í raun Mishkin og hefði hann hlotið fyrrnefnda heiðursorðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar