fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fjölmargir farþegar Primera Air sitja fastir í útlöndum eftir gjaldþrot félagsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Primera Air varð gjaldþrota í síðustu viku og hafði gjaldþrotið að vonum mikil áhrif víða og ekki síst á farþega flugfélagsins. Bæði þá sem voru búnir að kaupa miða með félaginu og þá sem voru erlendis og ætluðu að fljúga heim með Primera Air.

Danski ferðatryggingasjóðurinn, Rejsegarantifonden, taldi í fyrstu að um 800 Danir myndu lenda í vandræðum með að komast heim vegna gjaldþrotsins. En nú er talan komin upp í 2.000 að sögn Jótlandspóstsins.

Sumir hafa nú þegar fengið aðstoð sjóðsins við að komast heim og verið er að vinna að því að koma öðrum heim. Flestir farþeganna voru og eru staddir í sunnanverðri Evrópu. Um 1.000 manns hafa nú verið aðstoðaðir við að komast heim. Útgjöld sjóðsins verða þó enn hærri því flestir þeir sem höfðu keypt miða með Primera Air en ekki enn farið í ferðina eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum ef þeir hafa keypt tryggingu hjá sjóðnum en það gera flestir Danir enda kostar slík trygging sáralítið og bjóða öll helstu flugfélög og ferðaskrifstofur upp á hana.

Primera Air var umsvifamikið á danska markaðnum og flutti um 600.000 farþega frá Kaupmannahöfn og Billund á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar