fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Var hreinn sveinn þegar hann kvæntist 28 ára – „Fólk á ekki að vorkenna mér“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. október 2018 08:19

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er erfitt að segja frá þessu því fólk hefur margar hugmyndir um af hverju maður er hreinn sveinn. Maður er kannski stimplaður og sagt að maður sé óöruggur eða glataður og það getur verið erfitt að vera skilgreindur svona.“

Þetta segir Michael Harder um þá staðreynd að hann var hreinn sveinn þegar hann kvæntist Kathreine Gosvig Kelså. Þau tóku þátt í raunveruleikaþætti Danska ríkissjónvarpsins, Gift ved første blik, en í þeim þætti hittist fólk í fyrsta sinn þegar það stendur saman við altarið og gengur í hjónaband. Fólk skráir sig eðlilega sjálft til þátttöku í þáttunum og síðan para þáttagerðarmenn fólkið saman og það gengur í hjónaband. Síðan er fylgst með hvernig gengur eftir það.

Í þætti gærkvöldsins deildi Harder þessu leyndarmáli sínu með dönsku þjóðinni. Hann sagðist gera það til að reyna að draga úr þeim fordómum sem fullorðið fólk, sem ekki hefur stundað kynlíf, mæti í samfélaginu.

Harder segir að hann hafi aldrei átt kærustu og að lítið sjálfstraust hans hafi verið ein af ástæðunum fyrir að hann hafði ekki stundað kynlíf fyrir hjónabandið. Hann sagðist hafa átt erfitt með samskipti við hitt kynið þegar hann var í skóla og því hafi ekkert gerst. Hann sagði að lítið sjálfstraust hafi mátt rekja til þess hversu margar unglingabólur hann fékk og að hann var í yfirþyngd.

Hann sagði að eftir að hann lauk menntaskólanámi hafi samskipti hans við hitt kynið aukist en honum hafi fundist að hann þyrfti að finna til öryggis þegar hann tæki skrefið og stundaði kynlíf í fyrsta sinn.

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hugleiddi ég nokkrum sinnum að ljúka þessu af til að fá reynslu svo að síðari tíma bólfélagar þyrftu ekki að fá að vita að ég væri reynslulaus. En ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta ætti ekki að skipta svona miklu máli.“

Áður en hitti verðandi eiginkonu sína hafði hann ákveðið að konan, sem hann yrði paraður saman við, skyldi fá að vita að hann hefði enga reynslu af kynlífi en það gerðist þó fyrr en hann hafði ætlað því hann sagði henni þetta á brúðkaupsnóttina. Hann sagðist hafa fundið til öryggis með Kelså og hafi því sagt henni þetta. Hún hafi sem betur fer brugðist við eins og hann átti von á og hafi vonað.

„Hún var hissa en þetta skipti ekki neinu máli fyrir hana. Hún sagði ekki „hver fjandinn“ eða „ó,nei hvað það er leiðinlegt.““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tunglið fær sitt eigið tímabelti

Tunglið fær sitt eigið tímabelti