fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Þurfti að sauma 12 spor í punginn eftir hrottalegt hreðjatak unnustunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. október 2018 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars var kærustupar saman í íbúð og borðaði hádegismat saman. Þau drukku töluvert mikið áfengi með matnum og fljótlega varð stemmningin á milli þeirra miður góð. Þau byrjuðu að rífast hástöfum og eftir smá tíma greip konan um pung mannsins og sneri harkalega upp á.

Karlinn er á sextugsaldri og konan á fimmtugsaldri. Fyrir dómi í Noregi, þar sem fólkið býr, sagði maðurinn að hann hafi haldið að það væri að líða yfir hann af sársauka. Hann sagðist í örvæntingu sinni hafa reynt að fá konuna til að sleppa takinu. Hann reyndi meðal annars að losa fingur hennar af pungnum og trampa á tám hennar.

Þegar konan sleppti loks takinu sá maðurinn að blóð á gólfinu og áttaði sig síðan á að það var frá kynfærum hans. Hann varð að fara til læknis sem saumaði 12 spor í punginn.

Konan var dæmd í 100 daga fangelsi og var það virt til refsiþyngingar að ofbeldið sem hún beitti hann var sérstaklega sársaukafullt. Maðurinn hlaut þó ekki varanlegt mein af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar