fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

15.000 heimili án rafmagns eftir sögulegt óveður í Portúgal

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 07:11

Leslie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 15.000 heimili eru án rafmagns í Portúgal eftir sögulegt óveður sem skall á landinu í gærkvöldi. Það var fellibylurinn Leslie sem herjaði á mið- og norðurhluta landsins. Sterkur vindur og mikil úrkoma fylgdi Leslie. Svo öflugt óveður hefur ekki skollið á Portúgal síðan á nítjándu öld.

BBC segir að mörg hundruð tré hafi brotnað eða rifnað upp með rótum, 15.000 heimili séu án rafmagns og samgöngur séu í lamasessi á áhrifasvæði Leslie. Engar fréttir hafa borist af manntjóni eða líkamstjóni. Yfirvöld höfðu varað fólk við veðrinu og hvöttu fólk til að halda sig innandyra og virðist fólk að mestu hafa farið eftir því.

Vindhraðinn mældist allt að 176 km/klst. Leslie er nú á leið til Spánar og mun herja þar í dag en hefur væntanlega veikst aðeins.

Mjög sjaldgæft er að fellibyljir nái alla leið til Evrópu en portúgalskir veðurfræðingar segja að það hafi aðeins gert fimm sinnum áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Í gær

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Í gær

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá

Sumar stjörnur gætu verið „sýktar“ af svartholum sem eyðileggja þær innan frá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð

Óvænt uppgötvun í bandarískri herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður