fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Danskir þingmenn vilja koma í veg fyrir að Peter Madsen geti stundað kynlíf í fangelsinu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 12:45

Kim Wall og Peter Madsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hafa danskir fjölmiðlar fjallað um óvæntar vinsældir ýmissa dæmdra morðingja, sem afplána nú dóma sína, meðal kvenna. Þeir hafa og fá margir hverjir heimsóknir frá konum og fá að vera með þeim í einrúmi. Ekki hefur verið farið dult með að sumar kvennanna stunda kynlíf með mönnunum. Þeirra þekktastir eru Peter Madsen, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall á síðasta ári, og Peter Lundin, sem hefur að minnsta kosti fjögur mannslíf á samviskunni.

En nú vilja danskir stjórnmálamenn grípa inn í þetta og koma í veg fyrir að þeir sem eru dæmdir í lífstíðarfangelsi fái heimsóknir sem þessar. Danski þjóðarflokkurinn og jafnaðarmenn hafa nú viðrað þessa hugmynd.

Ekstra Bladet ræddi við Peter Kofod, talsmann Danska þjóðarflokksins, í málefnum réttarvörslukerfisins um þetta. Hann sagði það mikið áhyggjuefni að margir lífstíðarfangar eigi kvenkyns aðdáendur sem vilji gjarnan komast í samband við þá.

„Það er tilhneiging til að fólk, sem hefur hlotið þyngstu mögulega dóma fyrir að hafa framið hin allra verstu afbrot, fái fjölda kvenna í heimsókn sem vilja mynda tengsl við þá, þekkja þá, stunda kynlíf með þeim og giftast þeim. Þetta finnst mér fáránlegt. Margir þessara fanga hafa fengið dóm fyrir að hafa misþyrmt konum og af þeim sökum eiga fangelsismálayfirvöld ekki að standa fyrir því að þetta klikkaða fólk hittist.“

Hann lagði áherslu á að ekki eigi alfarið að banna heimsóknir hins kynsins. Eiginkonur og mæður megi gjarnan koma í heimsókn. Hvað varðar samkynhneigða eiga þeir ekki að hafa heimild til að fá aðila af sama kyni í heimsókn.

„Það er fáránlegt að sumum finnist að kvennamorðingjar eigi að hafa það frábært í fangelsi. Það er ekki markmiðið með lífstíðardómi.“

Trine Bramsen, talskona jafnaðarmanna í málaflokknum sagði að það væri óvirðing við ættingja hinna myrtu að morðingjarnir geti stundað virkt stefnumótalíf í fangelsinu. Þetta snúist um trú fólks á réttargæslukerfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu