fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Sefur þú innan um rykmítla?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. október 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita eflaust að rykmítlar (rykmaurar) hreiðra um sig í rúmum fólks enda er þar kjörlendi fyrir þessi litlu dýr. Ekki er þó þar með sagt að rykmítlar séu í milljónatali í rúmum fólks, að minnsta kosti ekki hér á landi. Hér á landi eru almennt slæm lífsskilyrði fyrir rykmítla þar sem kuldi og þurrt loft setja mark sitt á veður en rykmítlar dafna best í raka og hita.

Þetta þýðir auðvitað að þeir kunna vel við sig í rúmum fólks enda er oft heitt þar og rakt. Ekki bætir úr skák ef fólk skiptir sjaldan um á rúmum sínum eða þrífur svefnherbergin ekki oft. Það er því góð regla að skipta á rúmum vikulega og oftar ef þörf krefur. Einnig er gott að þrífa svefnherbergin reglulega því þannig er hægt að draga úr fjölda rykmítla og annarra óæskilegra dýra í svefnherberginu.

Á Vísindavef Háskóla Íslands kemur fram að lengi hafi því verið trúað að rykmítlar lifðu á húðflögum og væru algengir í rúmum og teppum landsmanna, til dæmis í svefnherbergjum. Nú hefur verið sýnt fram á að svo er ekki. Rannsóknir Thorkil Hallas, sem er danskur mítlafræðingur, hér á landi sýna að lítið er um rykmítla hér á landi. Hann telur að rykmítlar fjölgi sér ekki innanhúss hér á landi og séu frekar sjaldgæfir. Hann telur að þau fáu dýr sem honum tókst að fanga og rannsaka hafi borist utan frá eins og annað ryk.

Það ætti því ekki að vera mikil ástæða til að hafa áhyggjur af rykmítlum í svefnherbergjum landsmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi