fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Fjórir skotnir til bana í barnaafmæli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 04:38

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir karlar voru skotnir til bana og sá fimmti særður í barnaafmæli í Texas í Bandaríkjunum síðdegis á laugardaginn. Til deilna kom í afmælinu sem enduðu með þessum ósköpum. Hinir látnu eru á aldrinum 20 til 62 ára og er sá elsti afi hinna yngri.

Þetta gerðist í bænum Taft í San Patricio sýslu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang um klukkan 17 fundu þeir hina látnu í bakgarði hússins. Lögreglan hefur ekki viljað upplýsa um hvað var deilt sem varð til þess að fjórmenningarnir voru skotnir til bana.

Tvítugur maður var handtekinn vegna málsins og 37 ára faðir hans er einnig grunaður um aðild að því en hefur ekki verið handtekinn.

Taft er lítill bær en þar búa um 3.000 manns og eins og nærri má geta er íbúum mjög brugðið vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug