fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Gerðu ótrúlega uppgötvun í útfararstofu eftir að nafnlaus ábending barst

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 07:12

Cantrell Funeral Home. Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta föstudagskvöld barst nafnlaust bréf til stofnunar sem er í daglegu tali nefnd LARA en hún sér um útgáfu leyfa og eftirlit með rekstri útfararstofa í Bandaríkjunum. Í bréfinu var sagt að í útfararstofunni Cantrell Funeral Home í Detroit væri leynilegt hólf uppi á lofti og í því væru lík kornabarna.

Eftirlitsmenn LARA fóru strax á vettvang og fundu hólfið á nákvæmlega þeim stað sem sagt var frá í bréfinu. Lögreglan var þá kölluð á vettvang. Í hólfinu fundust líkamsleifar 11 kornabarna.

Málið hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar enda mjög sérstakt. Níu af líkunum voru í pappakassa en tvö í kistum. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að líkin séu líklegast af andvana fæddum börnum.

Lögreglan segist nú þegar vita deili á sumum líkanna en nú taki við rannsókn réttarmeinafræðinga. Lögreglan mun einnig rannsaka málið ítarlega til að finna út af hverju líkin voru geymd í þessu hólfi.

Yfirvöld lokuðu útfararstofunni í apríl vegna ýmissa brota á lögum og reglum. Þá höfðu eftirlitsmenn komið þar til eftirlits og fundu tvö lík sem voru moldu vaxinn. Andlit þriðja líksins var þakið dularfullum vökva. Eftirlitsmennirnir töldu víst að líkin hefðu verið geymd í skúr, sem var ekki með kælibúnaði, vikum eða mánuðum saman.

Eigandi útfararstofunnar sagði þá í samtali við fjölmiðla að hann hefði verið að geyma líkin fyrir ættingja þar til þeir gætu greitt fyrir útfarir fólksins. Hann hafi verið að gera þeim greiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu