fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Trump viðurkennir að loftslagsbreytingarnar séu ekki blekking

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. október 2018 06:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gær. Komið var inn á ýmis mál en það sem vakti einna mesta athygli voru þau ummæli Trump að hann telji að loftslagsbreytingar séu staðreynd og því ekki blekking eins og hann hefur áður haldið fram. Hann sagðist þó ekki sannfærður um að loftslagsbreytingarnar væru af mannavöldum og að hann telji að þær muni ganga til baka.

„Ég held ekki að þetta sé blekking en ég veit ekki hvort þær eru af mannavöldum. En eitt veit ég: Ég ætla ekki að eyða billjörðum dollara út af þessu. Ég hef ekki í hyggju að tapa milljónum starfa.“

Í tísti frá því í nóvember 2012 skrifaði Trump að fréttir um loftslagsbreytingar væru blekkingaraðgerð sem Kínverjar stæðu á bak við.

„Hugtakið hnattræn hlýnun var fundið upp til að gagnast Kínverjum til að tryggja að Bandaríkin væru ekki samkeppnisfær í framleiðslu.“

Sagði Trump þá. Hann hefur síðan sagt að hann hafi ekki meint það í alvöru að Kínverjar tengist þessu en hefur margoft sagt loftslagsbreytingar vera blekkingu eina. En nú hefur afstaða hans breyst.

„Ég hafna því ekki að loftslagsbreytingar séu að eiga sér stað. En þær geta gengið til baka. Þar erum við að tala um milljónir ára.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu