fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Þau höfðu rétt fyrir sér en enginn hlustaði

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 22:00

Hann skrifaði bók um málið sem ber einfaldlega heitið: No One Would Listen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefurðu haft þá tilfinningu að þú hafir hundrað prósent rétt fyrir þér en einhverra hluta vegna trúir þér enginn? Ef svo er þá ertu langt því frá einn eins og dæmin hér að neðan sýna.

Listverse tók saman dæmi um nokkra einstaklinga sem vöruðu við ákveðnum hlutum áður en þeir komust á allra varir. Sumt átti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér.

Greg LeMond

Greg LeMond er kannski ekki nafn sem hringir bjöllum hjá mörgum. Staðreyndin er engu að síður sú að Greg er maðurinn sem tjáði þann grun sinn að hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefði óhreint mjöl í pokahorninu. LeMond var sjálfur öflugur hjólreiðamaður, vann Tour de France-hjólreiðakeppnina meðal annars, og viðraði hann þessar grunsemdir sínar fyrst árið 2001. Árið 2012 hrundi lygaheimur Armstrongs eins og spilaborg og fór svo að hann var sviptur öllum sínum titlum eftir að upp komst um ólöglega lyfjanotkun hans. LeMond segir að honum hafi verið skipað að þegja um lyfjahneykslið.

Þannig var LeMond samningsbundinn Trek-hjólreiðarisanum en svo vildi til að Armstrong var einnig á samningi hjá fyrirtækinu. Árið 2008 sagði Trek upp samningnum við LeMond í ljósi skoðana hans á málefnum Armstrongs. Segja má að LeMond hafi fengið æruna aftur árið 2012 þegar í ljós kom að hann hafði rétt fyrir sér allan tímann.

Harry Markopolos

Það muna eflaust margir eftir Ponzi-svindlaranum Bernie Madoff sem var dæmdur í 150 ára fangelsi fyrir nokkrum árum. Um var að ræða eitt stærsta fjársvikamál sögunnar og töpuðu viðskiptavinir hans milljörðum á milljarða ofan. Löngu áður en hulunni var svipt af fjársvikafléttunni hafði Harry Markopolos lýst yfir efasemdum sínum um viðskiptahætti Madoffs.

Árið 1999 var Harry þessi framkvæmdastjóri Rampart Investment Management og fékk hann, eins og margir aðrir, veður af ótrúlegum ávinningi þeirra sem lögðu fé í fjárfestingafélag MadoffsMarkopolos ákvað að kanna hvað Madoff gerði í þeirri von að hann gæti leikið sama leik. Það tók Markpolos ekki ýkja langan tíma að átta sig á að maðkur væri í mysunni. Ekki undir neinum kringumstæðum væri hægt að ná að ávaxta fé á jafn skjótan og skilvirkan hátt og Madoff sagðist gera. Hann hafði samband við verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) árið 2000 en þar hlustaði enginn á hann. Hann gerði það aftur árið 2001 og var árangurinn ekki betri. Hann skrifaði svo skýrslu um málið sem hann skilaði til eftirlitsins árið 2005 sem skilaði ekki augljósum árangri.

Það var ekki fyrr en árið 2008 að Madoff var afhjúpaður en það gerðist eftir að synir hans höfðu samband við bandarísku alríkislögregluna. Þá þegar höfðu þúsundir einstaklinga tapað gríðarlegum fjárhæðum.

John Lydon

John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten úr Sex Pistols, var aldrei þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Stundum kom hann sér í vandræði vegna þeirra. Vissulega var stundum gild ástæða til en stundum ekki. Árið 1978 lét hann sjónvarpsmanninn vinsæla Jimmy Savile heyra það all hressilega í viðtali hjá BBC, breska ríkisútvarpinu. Sagðist raunar vilja drepa hann. Í kjölfarið var hann bannaður hjá BBC.

En hvers vegna lýsti hann svo afdráttarlausri skoðun sinni á Savile? Jú, eins og flestir kannast við var Savile afhjúpaður sem einhver versti níðingur Bretlands eftir dauða sinn. Savile lést 2011, 84 ára, en eftir andlát hans stigu hundruð fórnarlamba hans fram sem lýstu skelfilegri misnotkun. Vissulega komu fram ásakanir meðan Savile lifði en þær fóru aldrei hátt, einhverra hluta vegna. Hefði verið hlustað á Lydon á sínum tíma hefði mögulega verið hægt að bjarga fórnarlömbum úr klóm hans. Lydon hafði vitneskju um að Savile væri skrímsli en sagði síðar að „bransinn“ svokallaði hefði gert með sér þegjandi samkomulag um að þagga mál hans í hel.

 

Sinead OConnor

Árið 1992 vakti írska söngkonan Sinead OConnor heimsathygli þegar hún kom fram í gamanþættinum Saturday Night Live. Hún söng Bob Marley-lagið War en hafði breytt textanum þannig að hann vísaði til kynferðislegrar misnotkunar en ekki rasisma eins og upprunalegi texti lagsins. Við enda lagsins dró hún upp mynd af Jóhannesi Páli páfa, reif hana í tætlur og sagði síðan: „Berjumst við alvöru óvininn.“

Áhorfendur voru undrandi og það voru þáttastjórnendur Saturday Night Live einnig. Sinead OConnor var gagnrýnd harkalega, baulað var á hana á tónleikum og leikarinn Joe Pesci sagði að hann hefði slegið hana kalda hefði hann verið viðstaddur flutninginn á lagi Marley.

Eins og flestir vita hefur misnotkun og níðingsskapur innan kaþólsku kirkjunnar verið áberandi á undanförnum árum. Þúsundir einstaklinga hafa stigið fram og lýst kerfisbundinni misnotkun innan kirkjunnar. Í upphafi tíunda áratugarins var þessi vitneskja ekki á allra vörum en Sinead OConnor á sinn þátt í að málið var dregið fram í dagsljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu