fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Veiðimaður skaut hjólreiðamann til bana

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 16. október 2018 07:34

Marc Sutton rak veitingastað á svæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjátíu og fjögurra ára Breti, Marc Sutton, var skotinn til bana í Frönsku Ölpunum um helgina. Sutton þessi rak eigin veitingastað í Les Gets en hann var á reiðhjóli á laugardagskvöld þegar hann var skotinn.

Í frétt Independent kemur fram að 22 ára karlmaður, sem var við veiðar á svæðinu, hafi skotið Sutton á laugardagskvöld. Svo virðist vera sem um skelfilegt slys hafi verið að ræða og var veiðimanninum veitt áfallahjálp í kjölfarið.

Slysið var skammt frá skíðasvæðinu í Montriond og var Sutton á fjallahjóli á skógi vöxnu svæði. Maðurinn sem ber ábyrgð á dauða Suttons á yfir höfði sér ákæru og fangelsisdóm vegna málsins.

Þetta er ekki fyrsta dauðsfallið af svipuðum toga á þessum slóðum. Á síðasta ári var 59 ára fjallgöngumaður skotinn til bana af veiðimanni á villisvínaveiðum. Þá var þrettán ára piltur skotinn til bana af afa sínum á síðasta ári, en þeir voru saman á veiðum þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu