fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Alræmdur svikahrappur þóttist vera látinn – Handtekinn í frönskum kastala frá 13. öld þar sem hann lifði eins og kóngur

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 07:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók á dögunum úkraínskan karlmann sem grunaður er um ýmislegt misjafnt. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að maðurinn var handtekinn í glæsilegum kastala frá 13. öld skammt frá borginni Dijon.

Maðurinn sem um ræðir er grunaður um að standa á bak við þaulskipulagða og flókna svikafléttu auk þess að vera grunaður um peningaþvætti, að því er segir í tilkynningu frá Europol.

Maðurinn virðist hafa gengið býsna langt til að freista þess að komast undan hinum langa armi laganna. Þannig er hann sagður hafa falsað dánarvottorð sitt til að kaupa sér frið frá lögreglu sem leitaði hans.

Í frétt Bloomberg kemur fram að yfirvöld hafi komist á sporið í janúar þegar fyrirtæki, skráð í Lúxemborg, keypti kastalann. Síðar kom í ljós að umrætt fyrirtæki var í eigu Úkraínumannsins dularfulla. Lögregluyfirvöld í Frakklandi, Úkraínu og Lúxemborg unnu saman að rannsókn málsins og leiddi það til þess að lögregla réðist til inngöngu í kastalann þar sem maðurinn fannst.

Óhætt er að segja að maðurinn, sem heitir Dmytro Malynovsky samkvæmt fjölmiðlum í Úkraínu, hafi lifað eins og kóngur því lögregla lagði hald á eignir sem metnar eru á hátt í milljarð króna. Þar á meðal eru skartgripir og Rolls-Royce Phanton-lúxusbifreið auk málverka eftir fræga listmálara, Salvador Dali meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu