fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Átján látnir eftir voðaverkið í Kerch

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minnst átján eru látnir eftir að ungur piltur sprengdi heimatilbúna sprengju og hóf skotárás í skóla í borginni Kerch á Krímskaga í dag. Skólinn sem um ræðir er tækniskóli á menntaskólastigi og eru tugir sagðir særðir eftir árásina.

Að því er breska blaðið Guardian greinir frá var einn maður, 18 ára nemandi skólans, að verki. Hann er sagður hafa gengið inn vopnaður hríðskotabyssu. Skaut hann á nemendur og kennara áður en hann sprengdi heimatilbúna sprengju í matsal skólans.

Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir voðaverkið. Lögregla hefur ekki staðfest hvort fleiri en einn hafi verið að verki en flest þykir benda til þess á þessu stigi málsins.

Kerch er borg austast á Krímskaga sem hefur verið miðpunktur átaka Rússa og Úkraínumanna á undanförnum árum. Yfirvöld í Rússlandi innlimuðu skagann árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu