fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Hin fullkomna hefnd virðist hafa misheppnast

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1998 var Bandaríkjamaðurinn Horace Roberts handtekinn vegna gruns um morð á vinkonu sinni, Terry Yvette Cheek. Horace þvertók fyrir það að hafa banað henni en var engu að síður dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1999.

Á dögunum var Horace aftur á móti sleppt úr fangelsi og hann hreinsaður af öllum ásökunum. Eftir tuttugu ár saklaus á bak við lás og slá var hann loks frjáls.

Forsaga málsins er sú að Horace og Terry voru samstarfsfélagar. Þau urðu fljótt hrifin af hvort öðru enda þótt Terry væri gift öðrum karlmanni. Þau hófu ástarsamband og hittust í laumi reglulega. Það var svo í apríl 1998 að Terry fannst látin eftir að hafa verið kyrkt.

Horace var handtekinn og töldu saksóknarar sig hafa nokkuð öruggt mál í höndunum. Á vettvangi fundust munir sem hægt var að tengja við Horace og töldu saksóknarar að hann hefði ráðið henni bana eftir að hún hótaði að enda samband þeirra.

Lögmenn Horace hafa lengi barist fyrir því að sanna sakleysi hans og það virðist hafa tekist þegar DNA-sýni voru tekin til endurskoðunar. Þau benda til þess að eiginmaður Terry, Googie Harris og frændi hans hafi myrt hana.

Justin Brooks, framkvæmdastjóri California Innocence Project, hefur unnið að máli Horace lengi og telur hann að Googie, eiginaður Terry, hafi skilið eftir vísbendingar á vettvangi sem bendluðu Horace við glæpinn. „Ég held að hann hafi verið að leita að hinni fullkomnu hefnd,“ segir Brooks við Washington Post.

Googie Harris og frændi hans, Joaquin Leal, eru nú í haldi lögreglu og mega þeir eiga von á að saksóknarar sæki mál gegn þeim fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“

„Ég hef sofið hjá ungum og gömlum mönnum“ – „Það er mikill munur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar

55 fermetra sumarhús til sölu – Ásett verð er 220 milljónir – Sjáðu myndirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara
Pressan
Fyrir 3 dögum

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni