fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Móðir mannsins sem var skotinn í Ölpunum fagnar dauða hans

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 17. október 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og Pressan greindi frá á mánudag var 34 ára Breti, Marc Sutton, skotinn til bana í Frönsku Ölpunum um helgina. Hafi einhver haldið að Sutton hafi verið móður sinni harmdauði skjátlast viðkomandi hrapallega.

Sutton flutti til Frakklands fyrir sex árum og rak veitingastað í litlum bæ í Ölpunum með unnustu sinni. Hann var á reiðhjóli á skógi vöxnu svæði á laugardagskvöld en um sama leyti fór fram skotveiðikeppni á svæðinu. Einn veiðimannanna skaut Sutton óvart með þeim afleiðingum að hann lést.

Breskir fjölmiðlar fjalla í dag um ótrúleg ummæli frá móður Suttons og fyrrverandi kærustu hans. Segja má að þær beinlínis fagni dauða Suttons og segja hann hafa vera skelfilegan mann.

„Ég vona að þú rotnir í helvíti Mark Thomas Sutton. Eini gallinn er sá að þú dóst samstundis. Ef einhver heldur að ég sé forhert nettröll þá er það ekki svo. Ég er konan sem fæddi þennan mann,“ sagði móðir hans, Katrina. Hún bætti svo við: „Þessi maður var skrímsli. Karma náði í rassinn á þér.“

Systir hans ber honum ekki fallega söguna og segir hann ítrekað bæði hafa nauðgað og lamið sig þegar þau voru yngri.

Þá hefur fyrrverandi kærasta hans stigið fram og segist hún hafa grátið af gleði þegar hún frétti af dauða hans. Segir hún að Sutton hafi nauðgað henni mörg hundruð sinnum og beitt hana skelfilegu ofbeldi. „Ég fann fyrir ótrúlegum létti, það var þungri byrði létt af mér. Ég var glöð að hann gæti ekki meitt okkur eða neinn aftur. Hann átti skilið að vera skotinn eins og skepna.“

Fyrrverandi kærasta lýsti svo ofbeldinu sem Sutton á að hafa beitt hana. Hann hafi sparkað í hana, þrengt að öndunarvegi hennar, haldið hnífi og skrúfjárni upp að hálsi hennar og hótað að drepa hana. Þá hafi hann slegið hana hnefahöggum og hrint henni niður stiga og svona mætti áfram telja.

22 ára karlmaður játaði að hafa skotið Sutton óvart og var honum veitt áfallahjálp í kjölfarið. Þetta er ekki fyrsta dauðsfallið af svipuðum toga á þessum slóðum. Á síðasta ári var 59 ára fjallgöngumaður skotinn til bana af veiðimanni á villisvínaveiðum. Þá var þrettán ára piltur skotinn til bana af afa sínum á síðasta ári, en þeir voru saman á veiðum þegar slysið varð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Í gær

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum