fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Vaknaði viku eftir brjálað partý – „Þá vantaði annan fótinn“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 07:13

Monique á sjúkrahúsinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir fjórum árum var líf mitt eins og líf allra annarra háskólanema. En líf mitt breyttist þessa nótt, ég datt af svölum á fimmtu hæð og lenti á glerþaki. Ég man ekkert frá þessari nóttu. Ég var í partýi með öðrum háskólanemum. Ég held að einhver hafi laumað einhverju í drykkinn minn og það hafi valdið því að ég datt niður af svölunum.“

Þetta segir meðal annars í grein eftir Monique Murphy á ástralska netmiðlinum news.com þar sem hún skýrir frá þeim örlagaríka atburði sem varð þess valdandi að hún missti annan fótinn. Hún var þá tvítug. Hún er þekkt í heimalandi sínu fyrir góðan árangur í sundi en hún er ein fremsta fatlaða sundkona heims í dag.

Monique var að sjálfsögðu flutt á sjúkrahús þar sem hún lá meðvitundarlaus í heila viku.

„Ég vaknaði upp á sjúkrahúsi og vissi ekki hvar ég var eða hvað hafði gerst. En læknarnir sögðu mér strax að mig vantaði hægri fótinn. Það tók langan tíma að meðtaka þetta. Það var ekki fyrr en næsta morgun þegar ég heyrði lækna segja orðin „fótur“ og „aflimun“ að ég skildi alvöruna í þessu. Fram að því hélt ég að fóturinn væri bara vafinn í umbúðir því ég fann enn fyrir honum.“

Þrátt fyrir að hafa hrapað úr svo mikilli hæð þá slapp Monique við heilaskaða sem og mænuskaða. Hún missti hægri fótinn og kjálkabrotnaði, viðbeinsbrotnaði og braut þrjú rifbein. Annað hné hennar brotnaði einnig og hún skarst illa á bringu og hálsi þegar hún lenti á glerþakinu.

„Ég var á sjúkrahúsinu í sex vikur og var stöðugt með mikla verki. Ég fór í átta skurðaðgerðir.“

Hún byrjaði að æfa sund þegar hún fór í endurhæfinu og fann strax að þar var hún á réttri hillu því í vatninu fann hún fyrir frelsi og gat auðveldlega hreyft sig.  Hún vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Brasilíu fyrir tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu