fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Hann segist hafa dvalið í 10 daga með geimverum – Þetta er það sem hann segist hafa séð

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta var ósköp venjulegur mánudagur í febrúar árið 1989. Alex Newald settist upp í bifreið sína því fyrir höndum var þriggja tíma akstur til Auckland frá bænum Roturua á Nýja-Sjálandi. Newald segir að þessi venjulega og raunar nauðaómerkilega bílferð hafi fljótlega snúist upp í andhverfu sína.

Newald segir nefnilega að þennan dag hafi hann verið numinn á brott af geimverum. Það sem meira er þá segist hann hafa dvalið í heila tíu daga í siðmenningu geimvera einhvers staðar í óravíddum geimsins.

Newald mun meðal annars segja frá þessari upplifun sinni á ráðstefnu í Sydney um helgina.

Hann segist hafa rankað við sér í bíl sínum í Auckland, þreyttur og ringlaður. Hann varð ekki síður ringlaður þegar hann komst að því að það var ekki lengur mánudagur. Það var kominn fimmtudagur og tíu dagar liðnir síðan hann lagði af stað til Auckland.

Þrýstist niður í sætið

Newald er ekki í nokkrum vafa að hann hafi verið numinn á brott af geimverum. Lýsti hann því nokkuð nákvæmlega í talmálsþættinum As You Wish fyrir skemmstu hvað gerðist þennan örlagaríka dag árið 1989.

„Ég hugsaði með mér hver fjandinn væri eiginlega í gangi. Ég var að keyra og skyndilega fannst mér mikill þungi leggjast yfir mig. Eins og steypu hefði verið hellt yfir mig. Ég þrýstist niður í sætið, var lamaður og gat ekki gert neitt.“

Hann segist svo hafa rankað við sér í holóttu rými þar sem blá neonljós voru úti um allt. Hann segist hafa verið sannfærður um að hann væri dáinn – líklega orðinn að einhverskonar anda og hann væri að upplifa eitthvað sem gerðist eftir dauðann. Newald segir að áður en að þessu kom hafi hann aldrei leitt hugann að tilvist geimvera. Og haldi einhver að Newald hafi verið á eiturlyfjum þvertekur hann fyrir að hafa nokkurn tímann snert eiturlyf.

Undarleg upplifun

Newald segir að í þessari nýju vídd hafi einhver skyndilega bankað á öxlina á honum. „Þegar ég leit upp áttaði ég mig á því að þrjár geimverur stóðu hjá mér. Ein var stór, önnur var örlítið minni en sú þriðja var agnarsmá og gekk á undan hinum tveimur.“ Hann lýsti svo útliti þeirra í þaula, sagði að ein geimveran hafi ekki haft nein eyru eða nef og lítinn munn.

Newald segir að upplifunin hafi verið undarleg. Hann hafi séð mannvirki og áður en langt um leið hafi hann verið beðinn um að stíga inn í einhverskonar vél „sem átti að útbúa fyrir hann líkama“ eins og hann orðar það. Sagði hann að markmið geimveranna væri taka á sig mannsmynd svo þær gætu búið á jörðinni, innan um mannfólkið.

Newald sagði frá þessari upplifun sinni fljótlega eftir hana og gaf meðal annars út bók um hana árið 1999. Hann segir að í kjölfarið hafi hann fengið heimsóknir frá fulltrúum yfirvalda sem voru forvitnir um upplifun hans, getu geimveranna o.s.frv. Hann segir að þessi reynsla hafi haft mjög mikil áhrif á líf hans. „Það er erfitt að halda áfram og láta eins og ekkert hafi í skorist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru hefnd fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru hefnd fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi
Pressan
Í gær

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sprengjuárásir á kirkjur og hótel: Að minnsta kosti 137 látnir og yfir 150 særðir

Sprengjuárásir á kirkjur og hótel: Að minnsta kosti 137 látnir og yfir 150 særðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðust á 14 ára einhverfan dreng til að kenna honum lexíu

Réðust á 14 ára einhverfan dreng til að kenna honum lexíu