fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Langar þig að eignast heilt þorp? Nú er tækifærið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 4. nóvember 2018 17:00

Lake Waitaki. Mynd:Realestate.co.nz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt mikið af peningum og þarft að fjárfesta, nú eða ef þig langar til að eignast heilt þorp þá er tækifæri til þess núna. Á Nýja-Sjálandi er þorpið Lake Waitaki til sölu í heilu lagi. Það var reist á fjórða áratugnum fyrir fólk sem vann við stíflu á svæðinu. Þegar stíflan var gerð algjörlega sjálfvirk 1989 fluttu allir íbúarnir á brott og þorpið hefur staðið autt síðan.

Fyrir sem samsvarar um 78 milljónum íslenskra króna er hægt að eignast þorpið með öllu sem í því er. Þar eru átta stór einbýlishús, veitingastaður, samkomuhús, níu bílskúrar og vatnsveita.

Ríkið átti þorpið í upphafi en það var selt til einkaaðila 1991 og hefur síðan gengið kaupum og sölum. Margir hafa reynt að blása lífi í þetta gamla þorp en án árangurs þrátt fyrir að hugmyndirnar hafi oft og tíðum verið stórar.

Það er þó einn hængur á þessu öllu samam ef Íslendingur vill kaupa þorpið því nýlega voru sett lög á Nýja-Sjálandi sem banna útlendingum að kaupa fasteignir. En eins og oft vill verða með löggjöf eru krókaleiðir færar. Í þessu tilfelli mega útlendingar sem vilja kaupa fasteign á Nýja-Sjálandi og gera hana að heimili sínu í 183 daga, hið minnsta, á ári kaupa fasteignir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu